Fara í efni

Hafnarstjórn

176. fundur
28. mars 2017 kl. 16:30 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Seatrade Fort Lauderdale 13. til 16. mars 2017
Málsnúmer 1611100
Samantekt fulltrúa Cruise Iceland dags. 23. mars 2017 vegna sýningarinnar Seatrade Fort Lauderdale nú í byrjun mars lögð fram til kynningar.
2.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Shikera Mikhail skipstjóraá Samskip Hoffell
Málsnúmer 1703167
Erindi frá Samskip dags. 24. mars 2017 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskildu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Shikera, Mikhail skipstjóra á MS Samskip Hoffell. Hafnarstjórn staðfestir undnþágu frá hafnsögu fyrir Shikera, Mikhail skipstjóra á MS Samskip Hoffell.
3.
Lagfæring á sjóvörn við bílastæði björgunarsveitarinnar Ársól á Reyðarfirði
Málsnúmer 1703157
Erindi frá björgunarsveitinni Ársól dags. 23. mars 2017 þar sem óskað er eftir að grjótvörn við bílaplan að rampi björgunarsveitarinnar verði lagfærð. Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að koma með kostnaðaráætlun fyrir verkið á næsta fund.
4.
Göt á stálþili Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði
Málsnúmer 1611062
Framkvæmdastjóri fór yfir vinnu við viðgerð á götum á nokkrum stöðum á stálþilum hafnanna á Eskifirði, Norðfirði og Reyðarfirði og gerði grein fyrir þeim kostnaði við þær viðgerðir sem lokið er. Hafnarstjórn samþykkir útlagðan kostnað við þessar viðgerðir. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að fá álit á kostum til frekari viðgerða eða endurnýjunar á þessum þiljum. Tillaga þarf að liggja fyrir við vinnu fjárhagsáætunargerðar fyrir árið 2018.
5.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Málsnúmer 1703120
Gerð grein fyrir fundi formanns,varaformanns og framkvæmdastjóra með bæjarráði vegna eldismála.
6.
Staða rekstra og framkvæmda 2017
Málsnúmer 1703172
Farið yfir stöðu rekstrar og framkvæmda 24. mars 2017. Trúnaðarmál.