Fara í efni

Hafnarstjórn

177. fundur
10. apríl 2017 kl. 16:00 - 16:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Ósk um heimild til að koma upp landtengingu
Málsnúmer 1704025
Erindi frá Eskju hf dags. 4. apríl 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að fyrirtækið komi sér upp rafmagnskassa til landtengingar fyrir skip sín á hafnarkanti innan frystihúss að Strandgötu 38.
Hafnarstjórn samþykkir beiðni Eskju.
2.
Aðalfundur Cruise Iceland í Reykjavík þann 19. maí 2017
Málsnúmer 1704026
Aðalfundur Cruise Iceland verður haldinn þann 19. maí 2017 í Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á aðalfundinn og um leið að bjóða samtökunum að halda aðalfund sinn 2018 í Fjarðabyggð.
3.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Málsnúmer 1210091
Fundargerð dags. 4. apríl 2017 frá opnun tilboða í dælingu undir 2. áfanga Mjóeyrarhafnar. Tvö tilboð bárust, en lægra tilboðið átti Jan De Nul upp á 872.700? eða 106,2 millj. króna á gengi opnunardags eða 72,5% af kostnaðar áætlun sem nam 146.850.000 kr.
Einnig lá fyrir fundinum bréf dags. 5. apríl 2017 frá Vegagerðinni þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.