Hafnarstjórn
178. fundur
18. apríl 2017
kl.
16:30
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð
Unnið hefur verið að útfærslu skipulags þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar frá því síðla árs 2015. Starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar er að halda utan um starfsemi hafna og þjónustumiðstöðva. Verkefni þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar eru víðtæk og veita stofnunum sveitarfélagsins þjónustu. Lagt fram til kynningar drög að skipuriti og skipulagi fyrir þjónustu- og framvæmdamiðstöð. Bæjarráð hefur staðfest fyrirliggjandi drög. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn. Marinó Stefánsson sviðstjóri framkvæmda, umhverfis og veitusviðs var í síma undir þessum lið. Málið kynnt.
2.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 393 dags. 27. mars 2017 lögð fram til kynningar.
3.
Fundargerðir CI á árinu 2017
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 7. apríl 2017 lögð fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að næsti aðalfundur samtakanna verði haldinn í Fjarðabyggð.
4.
Afmörkun hafnasvæða - réttindi og skyldur
Umræða um endurskoðun hafrnarreglugerðar fyrir Fjarðabyggðarhafnir og farið yfir fyrirliggjandi drög að breytingum.
Hafnarstjórn frestar málinu og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Hafnarstjórn frestar málinu og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
5.
740 Frágangur svæðis ofan safnabryggju
Umfjöllun um svæði framan safnahúss á Norðfirði ofan safnabryggju og gerð gagna vegna frágangs á svæðinu.
Hafnarstjórn leggur til að fengin verði tilboð í gerð gagna.
Hafnarstjórn leggur til að fengin verði tilboð í gerð gagna.
6.
Smábátahöfn Stöðvarfiðir - stækkun
Umfjöllun um smábátahöfnina á Stöðvarfirði. Kynnt skýrsla frá maí 2012 um smábátahöfnina. Hafnarstjórn vísar málinu til vinnu við fjárhagsáætlunargerð.