Fara í efni

Hafnarstjórn

179. fundur
9. maí 2017 kl. 16:30 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Málsnúmer 1701008
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 394 dags. 28. apríl 2017 lögð fram til kynningar.
2.
Samráðshópur Fiskistofu og Hafnasambandsins
Málsnúmer 1705026
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 2. maí 2017 þar sem grein er gerð fyrir samstarfi Fiskistofu og Hafnasambandsins og jafnframt óskað eftir ábendingum um mál sem þarfnast umfjöllunar í starfshópnum.
3.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2016
Málsnúmer 1705027
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 2. maí 2017 þar sem aðildarhöfnum er kynntur ársreikningur Hafnasambandsins fyrir árið 2016
4.
Uppsögn á starfi atvinnu- og þróunarstjóri
Málsnúmer 1704115
Helga Guðrún Jónasdóttir hefur sagt starfi sínu sem atvinnu- og þróunarstjóri lausu. Vísað til hafnarstjórnar til upplýsinga. Hafnarstjórn þakkar Helgu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
5.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Málsnúmer 1703120
Þennan dagskrárlið sat Helga Guðrún Jónasdóttir atvinnu- og þróunarstjóri.
Drög að stefnumótun í fiskeldi í Fjarðabyggð sem merkt er sem trúnaðarmál. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við drög að samantekt um stefnuþætti.
6.
Afmörkun hafnasvæða - réttindi og skyldur
Málsnúmer 1702078
Farið yfir endurskoðaða hafnarreglugerðar fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Bæjarráð hefur samþykkt framlagðar tillögur að endurskoðuðum mörkum hafnarsvæðis sbr. minnisblað og uppdrátt. Taki endurskoðun marka hafnarsvæðis tillit til þeirrar vinnu sem er í gangi við stefnumótun fiskeldis í Fjarðabyggð. Vísað til áframhaldandi vinnu í hafnarstjórn.
7.
Kynnisferð til Noregs vegna fiskeldismála
Málsnúmer 1704134
Framlögð drög dagskrár vegna ferðar til Noregs í júní þar sem skoðuð verður uppbygging og áhrif fiskeldis á samfélögin. Bæjarráð samþykkir ferðatilhögun. Bæjarráð fer ferðina ásamt bæjarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra, framkvæmdastjóra hafna, formanni hafnarstjórnar og umhverfisstjóra. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að ganga frá skipulagi ferðar. Vísað til hafnarstjórnar frá bæjarráði. Lagt fram til kynningar.
8.
Efnistaka í sjó, undirbúningsvinna - Reyðarfjörður og Norðfjarðarflói
Málsnúmer 1703139
Fyrir fundinum lá minnisblað með samantekt á stöðu vinnu vegna efnistökuleyfa við Eyri í Reyðarfirði og í Hellisfirði og Viðfirði.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu málsins. Lagt fram til kynningar.
9.
Aðstöðuhús við Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 1704021
Fjarðabyggðarhöfnum stendur til boða laus kennslustofna sem notuð hefur verið við leikskólann á Norðfirði og kemur til greina sem aðstöðuhús við Mjóeyrarhöfn, en núverandi aðstaða er í 20.feta gámi.
Áætlaður kostnaður við að kaup á húsinu og breytingar sem gera þarf á því er um 11,5 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir að kaupa húsið og koma því fyrir við Mjóeyrarhöfn.
10.
Beiðni um styrk vegna flotbryggju við Sæbergsbryggju á Eskifirði
Málsnúmer 1704090
Erindi frá Sjósportklúbbi Austurlands dags. 20. apríl 2017 þar sem óskað er eftir styrk til að gera landgang að flotbryggju sem staðsett er við Sæbergsbryggju.
Hafnarstjórn frestar málinu til næsta fundar.
11.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Kvasov Vyacheslav skipstjóra á Marmindoro
Málsnúmer 1704097
Erindi frá Thor Shipping ehf dags. 20. apríl 2017 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Kvasov Vyacheslav skipstjóra á Marmindoro. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Kvasov Vyacheslav skipstjóra á Marmindoro.
12.
Norðfjörður - umhverfisfrágangur við smábátahöfn
Málsnúmer 1412034
Frágangur umhverfis smábátahafnarinnar á Norðfirði. Minnisblað liggur fyrir fundinum um verðkönnun vegna verksins, en boð barst í verkið upp á 14.732.340 kr. eða 91,8% af kostnaðaráætlun sem var 16.034.000 kr. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Allraverk um verkið.
13.
Styrkumsókn v/sjávarútvegsskólans 2017
Málsnúmer 1704105
Erindi frá Háskólanum á Akureyri dags. 24. apríl 2017 þar sem óskað er eftir styrk frá Fjarðabyggðarhöfnum vegna Sjávarútvegsskólans 2017 að upphæð 500.000 kr.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Sjávarútvegsskólann 2017 um 500 þ.kr.