Fara í efni

Hafnarstjórn

180. fundur
24. maí 2017 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Guz Roman skipstjóra á Samskip Skaftafell 10.maí 2017
Málsnúmer 1705084
Erindi frá Samskip dags. 10. maí 2017 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Guz Roman skipstjóra á MS Samskip Skaftafell. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Guz Roman skipstjóra á Samskip Skaftafell.
2.
Umsókn um lóð að Bólsvör 2 Stöðvarfirði undir gámasvæði
Málsnúmer 1705106
Umfjöllun um umsókn um lóð að Bólsvör 2 á Stöðvarfirði. Framkvæmdastjóri hefur lagt inn umsókn til eigna- skipulags- og umhverfisnefnda um lóð á Stöðvarfirði undir gámasvæði.
Hafnarstjórn staðfestir heimild framkvæmdastjóra til að sækja um lóð og gera lóðina klára til notkunar.
3.
Samningur um viðbótarhafnarlóð 13. maí 2017
Málsnúmer 1705139
Fyrir fundinum lágu drög að viðbótarleigusamningi vegna svæðis fyrir flutningsgeyma gass.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi.
4.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1503195
Fyrir fundinum lá minnisblað vegna grjótvarna dags. 16. maí 2017 þar sem farið er yfir þá kafla sem leitað hefur verið eftir verðum í. Aðallega er um að ræða grjótvarnir á Eskifirði auk stutts kafla við ramp björgunarsveitarinnar á Reyðarfirði. Áætlaður heildarkostnaður við þessar varnir er um 25 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir minnisblaðið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá málinu. Verkið verður fjármagnað af liðnum óráðstafað.
5.
Sjávarútvegssýning 2017
Málsnúmer 1705140
Bréf frá Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017 þar sem sýningin er kynnt og boðin þátttaka, en sýningin verður haldin 13. til 15. september 2017.
Hafnarstjórn frestar ákvörðun í málinu.
6.
Lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Fyrir liggur að útboðsgögn vegna lengingar stálþils við nótakant á Eskifirði eru tilbúin.
Hafnarstjórn samþykkir að setja rekstur þilsins í útboð.
7.
Efnistaka í sjó, undirbúningsvinna - Reyðarfjörður og Norðfjarðarflói
Málsnúmer 1703139
Drög að matsáætlun lögð fram til kynningar.
8.
Göngustígar - Strandstígar
Málsnúmer 1705141
Umfjöllun um frágang á bak við grjótvarnir og gróft mat á kostnaði við þá vinnu. Vísað til áframhaldandi vinnu og umfjöllunar við fjárhagsáæltunargerð 2018.
9.
Umsókn um rannsóknarleyfi vegna fyrirhugðarar efnistöku við Eyri í Reyðarfirði
Málsnúmer 1705151
Lagt til fram til kynningar staðfesting Orkustofnunar á umsókn Hafnarsjóðs um rannsóknarleyfi vegna efnistöku við Eyri í Reyðarfirði.
10.
Beiðni um ferðastyrk
Málsnúmer 1705191
Erindi frá Björgunarsveitinni Gerpi sem barst 23. maí 2017 þar sem óskað er eftir ferðastyrk fyrir 3 fulltrúa á ráðstefnu um fjöldabjörgun á sjó. Tveir fulltrúanna koma frá Björgunarsveitinni Gerpi og einn frá Geisla. Óskað er eftir styrk að upphæð 150.000 kr.
Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk að upphæð 150 þ.kr.