Fara í efni

Hafnarstjórn

181. fundur
20. júní 2017 kl. 16:00 - 17:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Málsnúmer 1701008
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 395 dags. 23. maí 2017 lögð fram til kynningar.
2.
Fundargerðir CI á árinu 2017
Málsnúmer 1701009
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 19. maí 2017 lögð fram til kynningar.
3.
Aðalfundur Cruise Iceland í Reykjavík þann 19. maí 2017
Málsnúmer 1704026
Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland ásamt ársskýrslu lögð fram til kynningar.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Dmitry Volkov skipstjora á Samskip Hoffell 9. júní 2017
Málsnúmer 1706066
Erindi Samskipa dags. 9. júní 2017 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Dmitry Volkov skipstjóra á MS Samskip Hoffell.
Hafnarstjórn staðfestir undnaþágu frá hafnsögu fyrir Dmitry Volkov skipstjóra á Samskip Hoffell.
5.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
Erindi frá skemmtiferðaskipafélaginu Fred Olsen dags. 8. júní 2017 um notkun báta á vegum skipsins til að fara með farþega í skoðunarferðir um fjörðinn þegar skip frá félaginu eru í höfn.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur framkvæmdastjóra að svara því í samráði við umhverfisstjóra.
6.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Málsnúmer 1410115
Erindi frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar dags.1. júní 2017 þar sem gerð er grein fyrir að um 15 millj.kr. vanti til að ljúka við gerð flughlaðs á Norðfjarðarflugvelli, en hluti kemur úr verkinu eða 5 millj.kr. Héraðsverk styrkir verkið um 5 millj.kr. 2,5 millj.kr. koma frá SÚN og stand þá eftir 2,5 millj.kr. Óskað er eftir að hafnarsjóður fjármagni þær 2,5 millj.kr sem útaf standa.
Hafnarstjórn samþykkir að verða við beiðninni og styrkja gerð flughlaðs um 2,5 millj.kr.
7.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1705194
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra er varðar fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018 til 2022. Minnisblaði og tillögu fjármálastjóra að bráðabirgðafjárhagsrömmum vísað til fastanefnda ásamt tímaáætlun fjáhagsáætlunarvinnu.
8.
750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1505078
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir gangi mála við gerð Strandarbryggju og fór yfir stöðuna.
9.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1706013
Kynnt upphaf vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 ásamt langtímaáætlun. Farið yfir dagsetningar og línur lagðar. Framkvæmdastjóra falið að hefja vinnu við gerð áætlunar 2018.
10.
Lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Fundargerð frá opnun tilboða í lengingu stálþils við nótaverkstæðið á Eskifirði dags. 13. júní 2017. Í verkið barst 1 tilboð og var það frá ísar ehf að upphæð 45,4 millj.kr. eða 108% af kostnaðaráætlun sem nam 42 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
11.
735 Strandgata 2 Byggingaráform - löndunarhús og lagnir
Málsnúmer 1706016
Vísað til umsagnar frá ESU
Lagt fram bréf Gunnars Larssonar hjá Mannvit hf. fh. Eskju hf, dagsett 2. júní 2017, þar sem byggingaráform Eskju hf eru kynnt vegna stækkunar löndunarhúss, lagningar dælulagna frá löndunarhúsi að hrognavinnslu að Strandgötu 12a ásamt úrbótum í fráveitumálum með tengingu löndunarhúss, Strandgötu 14a og fiskimjölsverksmiðju við hreinsistöð fyrirtækisins að Leirubakka 4. Einnig er gert ráð fyrir áframhaldandi lagnavinnu síðasta árs, ásamt viðbótum sem fela í sér löndunarlögnum að hafnarkanti, lögnum frá löndunarhúsi að fiskiðjuveri og sjólögnum frá sjódælustöð að fiskimjölsverksmiðju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til umsagnar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn fagnar því að unnið sé að úrbótum í þessum málun og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en gerir þá kröfu að samráð verði haft við Fjarðabyggðarhafnir um framkvæmd og frágang þar sem rjúfa þarf þekju vegna framkvæmdanna og vandað verði til frágangs að verki loknu.
12.
750 Loðnuvinnslan hf - framkvæmdaleyfi, dælulögn frá Hafnargötu 1 að 36
Málsnúmer 1706031
Vísað frá ESU
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Elísar Eiríkssonar hjá Eflu hf fh. Loðnuvinnslunnar hf ásamt uppdráttum, dagsett 6. maí 2017, þar sem sótt er um leyfi til að grafa 110 mm dælulögn í fjöru og syðst í lóðum eða uppfyllingum milli Hafnargötu 1 og Hafnargötu 32-36 á Fáskrúðsfirði. Tilgangur lagnarinnar er að dæla vatni, þ.m.t. fitu, vegna vinnslu á uppsjávarafurða í Fram, Hafnargötu 32-36, í hreinsun í hreinsivirki fyrirtækisins að Hafnargötu 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagnaleiðina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið að fenginni umsögn hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn fagnar því að unnið sé að úrbótum í þessum málum og gerir ekki athugasemd við lagnaleiðina, en gerir þó þá kröfu að aðgátar skuli gætt þar sem grafa þarf undir nýja bryggju framan við Franska spítalann og vandað verði til frágangs að verki loknu.
13.
Beiðni um styrk vegna flotbryggju við Sæbergsbryggju á Eskifirði
Málsnúmer 1704090
Erindi frá Sjósportklúbbi Austurlands dags. 20. apríl 2017, frestað á fundi 9. maí sl. Fyrir fundinum lá minnisblað framkvæmdastjóra hafna vegna málsins.
Hafnarstjórn samþykkir að láta klúbbnum í té landgang sem til er og ekki nýttur ásamt gamalli timburbryggju. Aðgengi verður haft í huga við endurröðun grjótvarnar á safnasvæðinu þegar þar að kemur.
14.
Sjávarútvegssýning 2017
Málsnúmer 1705140
Bréf frá Íslensku sjávarútvegssýningunni dags. 16. maí 2017, frestað á síðasta fundi. Fyrir fundinum lá minnisblað framkvæmdastjóra vegna málsins.
Hafnarstjórn ákvað að taka ekki þátt í sýningunni að þessu sinni en vill skoða tímanlega hvort vilji er til fjöldaþátttöku fyrirtækja í Fjarðabyggð á næstu sýningu.
15.
Umsókn um rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Eyri í Reyðarfirði
Málsnúmer 1705151
Fyrir fundinum lá bréf frá Orkustofnun ásamt sjö umsögnum vegna beiðni um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni út af Eyri í Reyðarfirði. Einnig lá fyrir fundinum svarbréf til Orkustofnunar vegna umsagnanna og staðfestir hafnarstjórn framlagt svarbréf.
16.
Fjögurra ára samgönguáætlun 2018 til 2021 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum
Málsnúmer 1706094
Bréf frá Vegagerðinni dags. 15. júní 2017 vegna fjögurra ára samgönguáætlunar 2018 - 2021. Þar er gefinn kostur á að sækja um í næstu fjögurra ára samgönguáætlun til hafnarframkvæmda, frumrannsókna og sjóvarna. Umsóknir skulu berast fyrir 15. júlí 2017.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að sækja um vegna vegna grjótvarna og framkvæmda sem framundan eru hjá hafnarsjóði.
17.
Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1706106
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 19. júní 2017 þar sem kynnt var erindi frá Gara Agents & shipbrokers vegna ábyrgðar umboðsmanna og óska um lengri greiðslufrest reikninga.
Hafnarstjórn hafnar lengingu greiðslufrests í 60 daga að öðru leyti er erindið kynnt.