Hafnarstjórn
183. fundur
12. september 2017
kl.
16:00
-
18:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
Formaður
Pálína Margeirsdóttir
Varaformaður
Ævar Ármannsson
Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 396 dags. 25. ágúst 2017 lögð fram til kynningar
2.
Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. september 2017 þar sem send er til upplýsinga ný reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum.
3.
Hafnarfundur 2017
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 22. ágúst 2017 þar sem boðað er til Hafnafundar 2017 fimmtudaginn 21. september nk. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á hafnafundinn.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Valerii Filimonov skipstjóra á Samskip Hoffell
Erindi frá Samskipum dags. 29. ágúst 2017 þar sem sótt eru um undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Valerii Filimonov skipstjóra á Samskip Hoffelli.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Valerii Filimonov skipstjóra á Samskip Hoffell.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Valerii Filimonov skipstjóra á Samskip Hoffell.
5.
Fyrirspurn um Stöðvarfjarðarhöfn
Fyrirspurn frá Bjarna Stefáni Vilhjálmssyni dags. 21. ágúst þar sem spurt er hvort fyrirhugað sé að stækka smábátahöfnina á Stöðvarfirði, en smæð hennar hindri orðið aukningu við höfnina.
Hafnarstjórn mun taka stækkun smábátahafnarinnar fyrir við vinnu í áætlunargerði hafnarsjóðs fyrir árin 2018 til 2021. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara.
Hafnarstjórn mun taka stækkun smábátahafnarinnar fyrir við vinnu í áætlunargerði hafnarsjóðs fyrir árin 2018 til 2021. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun
Framhald vinnu við undirbúning að fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 ásamt langtímaáætlun.