Fara í efni

Hafnarstjórn

183. fundur
12. september 2017 kl. 16:00 - 18:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Málsnúmer 1701008
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 396 dags. 25. ágúst 2017 lögð fram til kynningar
2.
Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum
Málsnúmer 1709036
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. september 2017 þar sem send er til upplýsinga ný reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum.
3.
Hafnarfundur 2017
Málsnúmer 1708110
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 22. ágúst 2017 þar sem boðað er til Hafnafundar 2017 fimmtudaginn 21. september nk. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á hafnafundinn.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Valerii Filimonov skipstjóra á Samskip Hoffell
Málsnúmer 1708158
Erindi frá Samskipum dags. 29. ágúst 2017 þar sem sótt eru um undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Valerii Filimonov skipstjóra á Samskip Hoffelli.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Valerii Filimonov skipstjóra á Samskip Hoffell.
5.
Fyrirspurn um Stöðvarfjarðarhöfn
Málsnúmer 1708109
Fyrirspurn frá Bjarna Stefáni Vilhjálmssyni dags. 21. ágúst þar sem spurt er hvort fyrirhugað sé að stækka smábátahöfnina á Stöðvarfirði, en smæð hennar hindri orðið aukningu við höfnina.
Hafnarstjórn mun taka stækkun smábátahafnarinnar fyrir við vinnu í áætlunargerði hafnarsjóðs fyrir árin 2018 til 2021. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1706013
Framhald vinnu við undirbúning að fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 ásamt langtímaáætlun.