Hafnarstjórn
184. fundur
26. september 2017
kl.
16:00
-
19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
Varaformaður
Ævar Ármannsson
Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2017
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 30. ágúst 2017 lögð fram til kynningar ásamt vinnugögnum fyrir vinnustofu sem halda á í október.
2.
Efnistaka við Eyri allt að 520.000.m3
Umhverfisstjóri leggur fram til kynningar tillögu að matsáætlun - allt að 520.000 m3 efnistaka við Eyri í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn gerir engar athugasemdir við tillögu að matsáæltun á efnisnámi á allt að 520.000 m3 efnis utan netlagna við Eyri í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn gerir engar athugasemdir við tillögu að matsáæltun á efnisnámi á allt að 520.000 m3 efnis utan netlagna við Eyri í Reyðarfirði.
3.
Erindi frá framkvæmdastjóra hafna
Lagt fram bréf Steinþórs Péturssonar framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, þar sem Steinþór tilkynnir að hann hafi ákveðið að láta af störfum og hverfi til annara starfa. Hafnarstjórn þakkar Steinþóri Péturssyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
4.
Ráðning framkvæmdastjóra hafna
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri var í símasambandi við fundinn undir þessum lið. Hann fór yfir ráðningarferlið sem væri framundan. Bæjarstjóri lagði til að fenginn yrði aðstoð Capasent við ráðningaferlið. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.
5.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017
Drögum að innkaupareglum ásamt gögnum vísað til umsagna í nefndum Fjarðabyggðar frá bæjarráði. Málinu frestað til næsta fundar.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun
Áframhald vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 og langtímaáætlun fyrir árin 2019 til 2021