Fara í efni

Hafnarstjórn

185. fundur
10. október 2017 kl. 16:30 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Málsnúmer 1701008
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 397 dags. 20. september 2017. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa - hafnakantar
Málsnúmer 1710008
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 2. október 2017 þar sem Hafnasambandið að beiðni Rannsóknanefndar samgönguslysa og Vegagerðarinnar, sendir bréf Vegagerðarinnar frá 19. júní 2017 um rannsókn banaslyss sem varð í byrjun árs 2016, til upplýsingar fyrir aðildarhafnir sambandsins. Erindið kynnt.
3.
Fundargerðir CI á árinu 2017
Málsnúmer 1701009
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 2. október 2017 lögð fram til kynningar.
4.
Endurbygging/endurnýjun stálþila vegna tæringar
Málsnúmer 1710016
Á fundi hafnarstjórnar Fjarðabyggðar þann 28. mars sl. var óskað eftir því að álits yrði leitað á mögulegum leiðum til úrbóta vegna tæringar á elstu stálþiljunum í Fjarðabyggð á Reyðafirði, Eskifirði og Norðfirði. Fyrir fundinum liggur minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar dags. 29. september 2017 vegna málsins.
5.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017
Málsnúmer 1705245
Drögum að innkaupareglum ásamt gögnum vísað til umsagna í nefndum Fjarðabyggðar frá bæjarráði. Málið kynnt á fundi hafnarstjórnar þann 26. september 2017 og var frestað til næsta fundar.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við fjármálastjóra varðandi 11.gr. en gerir ekki athugasemdir við reglurnar að öðru leyti.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1706013
Áframhald vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar 2018 ásamt langtímaáætlun fyrir árin 2019 til 2021. Fjárhagsáætlunin samþykkt og vísað til bæjarráðs.
7.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1706041
Endurskoðuð gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar vegna ársins 2018. Fyrir fundinum liggur greinargerð framkvæmdastjóra vegna endurskoðunarinnar.
Hafnarstjórn ræddi endurskoðun gjaldskrár og vísar henni til afgreiðslu næsta fundar.
8.
Innviðir á Íslandi - ástand og framtíðarhorfur
Málsnúmer 1710025
Framlögð til kynningar skýrsla um ástand innviða á Íslandi sem útgefin er af Samtökum iðnaðarins. Kynnt.