Fara í efni

Hafnarstjórn

186. fundur
24. október 2017 kl. 16:30 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundarboð 2016 - Ársreikningur 2015
Málsnúmer 1710093
Aðalfundarboð Fiskmarkaðar Austurlands þann 26. október 2017 á Eskifirði. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vera fulltrúi hafnarsjóðs Fjarðabyggðar á fundinum og jafnframt tilkynna tillögu hafnarstjórnar um nýjan aðalmann og varamann í stjórn Fiskmarkaðarins en það eru aðalmaður verður framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna og til vara verður formaður hafnarstjórnar eins og áður.
2.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Janle Sanden og Kjell Gunnar skipum Green
Málsnúmer 1710070
Erindi frá Nesskip dags. 10. október 2917 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá höfnum Fjarðabyggðar fyrir Jarle Sanden og Kjell Gunnar, skipstjórana á Green skipunum.
Hafnarstjórn hafnar beiðninni þar sem ekki er um reglubundnar siglingar að ræða.
3.
Allt að 21.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1709077
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 28. september þar sem óskað er eftir umsögn um frummatsskýrslu fyrir 21.000 tonna eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fyrir fundinum lá vinnuskjal sem farið var yfir og gerðar lagfæringar. Hafnarstjórn vísar skjalinu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarráðs til umfjöllunar.