Hafnarstjórn
188. fundur
5. desember 2017
kl.
16:30
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
Formaður
Pálína Margeirsdóttir
Varaformaður
Kristín Ágústsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Fundargerð frá fundi með fulltrúum Eskju og Mannvits sem haldinn var þann 14. nóvember 2017 að beiðni Eskju.
Farið var yfir málefnið og fundargerðin kynnt.
Farið var yfir málefnið og fundargerðin kynnt.
2.
735 Göt á stálþili frystihúsbryggju á Eskifirði
Ábending kom um gat á stálþili frystihúsbryggju á Eskifirði þar sem verið var að kafa við bryggjuna. Málið var skoðað nánar og ástand bryggjunnar og í ljós komu fleiri tæringargöt en það sem bent var á.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram og finna leiðir til úrlausna.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram og finna leiðir til úrlausna.
3.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018
Umfjöllun um gjaldskrá vegna fyrirkomulags úrgangsgjalda að kröfu evrópusambandsins og breytinga á þessum gjaldaþætti í gjaldskrá í kjölfar þess.
Hafnarstjórn samþykkir drög að breytingum á 12. gr. gjaldskrá sem varðar gjald fyrir móttöku úrgangs og vísar greininni til afgreiðslu í bæjarráði.
Hafnarstjórn samþykkir drög að breytingum á 12. gr. gjaldskrá sem varðar gjald fyrir móttöku úrgangs og vísar greininni til afgreiðslu í bæjarráði.
4.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og standsvæði í Fjarðabyggð
Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðu erindisbréfi stýrihóps um nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð-, stefnumörkun í fiskeldi í Fjarðabyggð og minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra vegna stefnumótunar í fiskeldismálum, dagsett 19. júní 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Erindinu er jafnframt vísað til umfjöllunar í Hafnarsjtórn með ósk um tilnefningu.
Hafnarstjórn tilnefnir Sævar Guðjónsson og Eydísi Ásbjörnsdóttur í nefndina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Erindinu er jafnframt vísað til umfjöllunar í Hafnarsjtórn með ósk um tilnefningu.
Hafnarstjórn tilnefnir Sævar Guðjónsson og Eydísi Ásbjörnsdóttur í nefndina.