Hafnarstjórn
189. fundur
16. janúar 2018
kl.
16:30
-
18:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ævar Ármannsson
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2017
Fundargerð frá fundi stjórnar Cruise Iceland dags. 23. nóvember 2017 ásamt fjárhagsáætlun fyrir árin 2018 og 2019. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2.
Aðalfundur Cruise Europe 24. til 26. apríl 2018
Tilkynning um aðalfund Cruies Europe 24. til 26. apríl 2018 haldinn í St. Petersburg.
Hafnarstjórn ákveður að senda ekki fulltrúa á aðalfund Cruises Europe 2018.
Hafnarstjórn ákveður að senda ekki fulltrúa á aðalfund Cruises Europe 2018.
3.
Þáttökuboð á sölusýningu skemmtiferðaskipa í Fort Lauderdale 6-8 mars 2018
Erindi frá Cruise Iceland dags. 5. desember 2017 þar sem Fjarðabyggðarhöfnum er boðið að nýta sér starfsmann samtakanna á sýningu í Fort Lauderdale 6. til 8. mars 2018.
Hafnarstjórn ákveður að taka þátt með sama hætti og undanfarin ár.
Hafnarstjórn ákveður að taka þátt með sama hætti og undanfarin ár.
4.
Vinnustofa Cruise Iceland 2017
Erindi frá Cruise Iceland dags. 6. desember 2017 þar sem kynntar eru niðurstöður frá vinnustofu samtakanna sem haldin var nú í haust.
5.
Erindi vegna öryggismála á höfnum
Erindi frá Hafnasambandi Íslands og Samgöngustofu dags. 6. desember 2017 vegna öryggismála á höfnum.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að bregðast við erindinu og kynna það starfsmönnum hafna.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að bregðast við erindinu og kynna það starfsmönnum hafna.
6.
Erindi frá Hafnasambandi Íslands vegna samráðshóps með Fiskistofu
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. desember 2017 vegna samráðshóps Hafnarsambandsins og Fiskistofu kynnt.
7.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 399 dags. 1. desember 2017. Lögð fram til kynningar.
8.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2018
Framkvæmdastjóri fór yfir nýju gjaldskránna og lagði til minniháttar orðalagsbreytingar.
Hafnarstjórn samþykkti breytingarnar sem ekki hafa áhrif á gjöld í gjaldskránni, vísað til staðfestingar í bæjarráði.
Hafnarstjórn samþykkti breytingarnar sem ekki hafa áhrif á gjöld í gjaldskránni, vísað til staðfestingar í bæjarráði.
9.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Gert grein fyrir stöðu framkvæmda við grjótvarnir á Eskifirði.
10.
Búnaðarmál hafnarinnar Fáskrúðsfirði
Búnaðarmál hafnarinnar á Fáskrúðsfirði rædd. Hafnarstjórn vísar málinu til framkvæmdastjóra til frekari skoðunar meðal annars með aukinni samvinnu áhaldahúss og hafna.
11.
Breyting á hlutafé Fiskmarkaðar Austurlands
Fiskmarkaður Austurlands hf á sjálfur hlutafé í félaginu sem eru umfram þau 10% mörk sem eru heimil. Fyrir liggur minnisblað frá KPMG þar sem farið er yfir þá valkosti sem eru fyrir hendi til að koma hlutafé í eigu félagsins undir lögboðin mörk. Hafnarstjórn samþykkir tillögu stjórnarformanns og endurskoðenda um að færa niður hlutafé sem nemur eigin eign félagsins og breyta rekstrarformi í einkahlutafélag.
12.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Framkvæmdastjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda við Mjóeyrarhöfn 2. áfanga og framvindu síðasta árs.
13.
740 Landanaust 3 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðanets hf, dagsett 12. janúar 2018, þar sem sótt er um lóðina Landanaust 3 á Norðfirði undir atvinnuhúsnæði.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Landanausti 3 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Landanausti 3 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
14.
Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn - beiðni um umsögn á frummatsskýrslu
Framlögð frummatsskýrsla vegna viðbótarframleiðslu Laxa fiskeldi ehf. á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Umsögn um skýrsluna óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5.febrúar nk. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna að hefja undirbúning að umsögn um skýrsluna í samráði við aðra embættismenn og leggja fyrir stjórnina.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna að hefja undirbúning að umsögn um skýrsluna í samráði við aðra embættismenn og leggja fyrir stjórnina.