Fara í efni

Hafnarstjórn

190. fundur
30. janúar 2018 kl. 16:30 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson formaður
Ævar Ármannsson aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Endurnýjun hafnsögumannsskírteinis 2018
Málsnúmer 1801138
Óli Hans Gestsson hefur óskað umsagnar hafnarstjórnar/forstöðumanns hafna vegna endurnýjunar á hafsögu- og leiðsöguskírteini. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra hafna að ganga frá umsögn.
2.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2018
Málsnúmer 1801005
400. fundargerð Hafnasamband Íslands lögð fyrir Hafnarstjórn til kynningar.
3.
Aðalfundur Cruise Iceland - Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1801048
Cruise Iceland heldur aðalfund sinn fyrir árið 2018, þann 18. maí 2018. Fundurinn verður haldinn í Fjarðabyggð. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra hafna að taka á móti fundargestum með sambærilegum hætti og hefð er fyrir.
4.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1503195
Aðfararnótt 18. janúar hrundi fylling við Strandgötu 68 fram í sjó. Fyllingin er hluti af framkvæmd grjótvarna í Fjarðabyggð. Stjórn Fjarðabyggðahafna felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.
5.
Samskip aðstaða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1801145
Þörf Samskipa fyrir aðstöðu í Fjarðabyggð rædd. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra hafna að halda áfram viðræðum við Samskip hf.