Fara í efni

Hafnarstjórn

191. fundur
2. febrúar 2018 kl. 16:30 - 18:05
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ævar Ármannsson aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Beiðni um flotbryggju og uppbyggingu aðstöðu fyrir sumarlegu skemmtibáta við Egilsbraut 26, Norðfirði
Málsnúmer 1802004
Erindi hefur borist hafnarstjórn frá eigendum ferðaþjónustunnar Hildibrand þar sem óskað er eftir viðræðum um uppbyggingu fyrir skemmtibáata við sjóhús og veitingastaðinn Beituskúrinn við Egilsbraut 26. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að kanna möguleika á skammtímastaðsetningu flotbryggju við miðbæjarsvæðið í Neskaupstað.
2.
Drög að lagafrumvarpi um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi - til umsagnar
Málsnúmer 1802001
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir að koma drögum að frumvarpi til laga um breytingum á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi, á framfæri við öll sveitarfélög. Frestur til að skila inn umsögn er til 9. febrúar nk. Hafnarstjórn fór yfir drögin að frumvarpinu og felur framkvæmdastjóra hafna ásamt öðrum embættismönnnum að gera við það umsögn og skila inn á tilgreindum tíma.
3.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Málsnúmer 1201079
Erindi frá Löxum fiskeldi ehf dags. 3. nóvember 2017 þar sem vakin er athygli á að matsáætlun vegna laxeldis í Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá drögum að umsögn í samræmi við niðurstöðu umræðna á fundinum. Hafnarstjórn vísar drögum að umsögn um áform Laxa ehf til Bæjarráðs.
4.
Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn - beiðni um umsögn á frummatsskýrslu
Málsnúmer 1801087
Á fundi hafnarstjórnar þann 16. janúar síðastilðinn var framlögð frummatsskýrsla vegna viðbótarframleiðslu Laxa fiskeldi ehf. á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ljúka við drög að umsögninni í samræmi við umræður á fundinum. Hafnarstjórn vísar drögum að umsögninni til Bæjarráðs.