Fara í efni

Hafnarstjórn

192. fundur
20. febrúar 2018 kl. 16:30 - 17:05
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ævar Ármannsson aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Í skugga valdsins
Málsnúmer 1712003
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. janúar 2018 var lögð fram viljayfirlýsing, dags. 11. janúar 2018, um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Viljayfirlýsing var lögð fram til kynningar í hafnarstjórn.
2.
Endurnýjun réttinda 2018
Málsnúmer 1802090
Árni Bergþór Kjartansson og Hafþór Eide Hansson hafa óskað eftir umsagnar hafnarstjórnar/forstöðumanns hafna vegna endurnýjunar á hafnsöguskírteini. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra hafna að ganga frá umsögn.
3.
Skemmd á Blika SU-10
Málsnúmer 1801059
Báturinn Bliki SU-10 skemmdist lítillega þegar hann var færður til í Reyðarfjarðarhöfn síðastliðið haust að eigenda forspurðum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að semja um afslátt af hafnargjöldum til að koma á móts við tjón bátseiganda.
4.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Málsnúmer 1210091
Fyrsta áfanga dælingar ársins 2018 vegna stækkunar Mjóeyrarhafnar er lokið. Framvæmdastjóri kynnir framgang verksins og ræðir næstu skref.