Hafnarstjórn
193. fundur
6. mars 2018
kl.
16:30
-
19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
formaður
Ævar Ármannsson
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Styrktarsjóður EBÍ 2018
Erindi frá styrktarsjóði EBÍ kynnt í hafnarstjórn. Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum.
2.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Framlagt minnisblað og drög að húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar til kynningar í Hafnarstjórn.
3.
Rannsóknarverkefni Lagastofnunar HÍ um hafnir ofl
Erindi hefur komið frá Lagastofnun HÍ um ósk um samstarf vegna rannsóknarverkefnis um lagalega greiningu á höfnum og hafntengdri starfsemi. Hafnarstjórn telur verkefnið áhugavert og felur framkvæmdastjóra hafna að leiða þáttöku Fjarðabyggðahafna í samstarfinu.
4.
Bíll í Fáskrúðsfjarðarhöfn 21.02.2018
Að morgni 21. febrúar fór bifreið í Fáskrúðsfjarðarhöfn.
Starfsmenn hafna skoðuðu aðstæður og mældu hæð á hafnarkanti. Hæðin mældist um 33 cm en lágmark samkvæmt reglugerð er 20 cm og annar öryggisbúnaður var samkvæmt kröfum.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að meta til hvaða ráðstafana er hægt að grípa til að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig.
Starfsmenn hafna skoðuðu aðstæður og mældu hæð á hafnarkanti. Hæðin mældist um 33 cm en lágmark samkvæmt reglugerð er 20 cm og annar öryggisbúnaður var samkvæmt kröfum.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að meta til hvaða ráðstafana er hægt að grípa til að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig.
5.
735 Tilraunaboranir við Eskifjarðarhöfn
Eskja ehf áformar tilraunaboranir vegna áformaðra framkvæmda á athafnasvæði fyrirtækisins. Fjarðabyggðahöfnum hefur verið boðið að taka þátt og þannig væri hægt að samnýta verkefnið og gera boranir á áformuðu athafnasvæði hafnarinnar. Hafnarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu.
6.
Beiðni um flotbryggju og uppbyggingu aðstöðu fyrir sumarlegu skemmtibáta við Egilsbraut 26, Norðfirði
Farið yfir minnisblað og kostnaðarmat vegna möguleika á flotbryggjum í miðbæ Neskaupstaðar. Hafnarstjórn álítur að ekki séu forsendur til að hafnarsjóður standi straum af kostnaði við flotbryggjur sem tengjast bryggjumannvirkjum einkaaðila og hafnar því erindi frá ferðaþjónustinni Hildibrand. Kostnaður við skammtímauppsetningu á flotbryggjum í miðbæ Neskaupstaðar er ekki á fjárhagsáætlun ársins 2018, því er ekki heimilt að ráðast í framkvæmdina. Hins vegar telur hafnarstjórn að flotbryggjur séu spennandi kostur í miðbæ Neskaupstaðar og útilokar ekki að skoða þann kost síðar.
7.
Flotbryggjur
Hafnarsjóður á fjórar flotbryggjur sem ekki eru í notkun og ekki fyrirséð að verði nýttar. Tillaga er gerð um að selja bryggjurnar í því ástandi sem þær eru. Framkvæmdastjóra er falið að verðmeta bryggjur og auglýsa til sölu.