Hafnarstjórn
194. fundur
20. mars 2018
kl.
16:30
-
19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ævar Ármannsson
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Efnistaka við Eyri allt að 520.000.m3
Umhverfisstjóri hefur unnið minnisblað um stöðu leyfismála vegna efnistöku við Eyri. Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
2.
Öryggisstefna
Kynnt drög að uppfærðri upplýsingaöryggisstefnu sem leysir af hólmi eldri upplýsingaöryggisstefnu frá 2013. Stefnunni er ætlað að mæta kröfum sem ný persónuverndarlöggjöf krefst og reglugerð Evrópusambandsins áskilur að aðildarlönd þeirra innleiði.
3.
Útvistunarstefna
Kynnt drög að útvistunarstefnu upplýsingatæknimála ásamt minnisblaði. Með drögum þessum er skýrð heimild til útvistunar á rekstri upplýsingatæknikerfa til samræmis við ákvæði nýrra persónuverndarlaga og reglugerðar Evrópusambandsins um aukna persónuvernd.
4.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2018
Fundargerð Hafnasambands Íslands númer 401 lögð fram til kynningar.
5.
Flotbryggjur
Tilboð hafa borist í flotbryggjur sem hafnarsjóður auglýsti til sölu. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá sölu á bryggjunum.
6.
740 Norðfjarðarhöfn - Togarabryggja sig
Á togarabryggjunni á Norðfirði er talsvert sig á hafnarkanti. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að grípa til bráðabirðgaaðgerða hið fyrsta og einnig að skoða kostnað og valkosti við varanlega viðgerð. Ákvörðun um tímasetningu viðgerðar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
7.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Skipulags- og byggingafulltrúi Fjarðabyggðar hefur sent til til umsagnar á kynningartíma breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Leiru 1. Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta reglubundins fundar.