Hafnarstjórn
195. fundur
3. apríl 2018
kl.
16:30
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ævar Ármannsson
aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Persónuverndarstefna
Bæjarstjórn hefur vísað persónuverndarstefnu til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
2.
Styrkumsókn v. sjávarútvegsskólans 2018
Erindi frá Háskólanum á Akureyri dags. 19. mars 2018 þar sem óskað er eftir styrk frá Fjarðabyggðarhöfnum vegna Sjávarútvegsskólans 2018 að fjárhæð 500.000 kr. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Sjávarútvegsskólan 2018 um 500.000 kr.
3.
Umsókn um styrk vegna franskra daga 2018
Hafnarsjóði Fjarðabyggðar hefur borist beiðni um styrk vegna franskra daga á Fáskrúðsfirði árið 2018. Hafnarstjórn frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar.
4.
Ársreikningur Fjarðabyggðahafna 2017
Ársreikingur Hafnarsjóðs fyrir árið 2017 lagður fram til kynningar.
5.
735 Aðstöðuhús fyrir ferðamenn Eskifirði
Kynnt drög að teikningu fyrir aðstöðuhús sem staðsett yrði við Gömlubúð. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við hönnuð um útfærslu húss.
6.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Kostnaður við grjótvarnir í Fjarðabyggð stefnir í að vera hærri en áætlað var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Hafnarstjórn leggur til að færa fjármuni frá áætluðum fjárfestingum við Mjóeyrarhöfn og Neskaupstaðarhöfn til að mæta aukinni þörf fyrir fjárfestingu í grjötvörnum.
7.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Skipulags- og byggingafulltrúi Fjarðabyggðar hefur sent til til umsagnar á kynningartíma breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Leiru 1. Aðalskipulagsbreytingin nær til þéttbýlisuppdráttar fyrir Eskifjörð. Gert er ráð fyrir að hafnarsvæði og iðnaðarsvæði verði stækkað með landfyllingu og nýjum hafnarkanti. Nánari landnotkun á stækkuðu hafnarsvæði er útfærð í endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið, Leiru 1. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að koma athugasemdum á framfæri við skipulagsfulltrúa.
8.
Ný reglugerð um varnir gegn olíumengun á landi
Erindi hefur borist frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands varðandi olíutanka á höfnum og eftirlit með þeim skv. reglugerð 884/2017 sem tók gildi seint á síðasta ári. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að svara erindinu og vinna áfram með heilbrigðiseftiriti í samræmi við umræður á fundinum.