Hafnarstjórn
196. fundur
17. apríl 2018
kl.
16:30
-
17:55
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ævar Ármannsson
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Opinn fundur um fiskeldisstefnu
2.
Umsókn um styrk vegna franskra daga 2018
Hafnarsjóði Fjarðabyggðar hefur borist beiðni um styrk vegna franskra daga á Fáskrúðsfirði árið 2018. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að gera tillögur að úthlutunarreglum fyrir styrki frá hafnarsjóði og samræmingu við styrkveitingar hjá bæjarfélaginu.
3.
Styrkbeiðni vegna 90 ára afmælis Súlunnar
Erindi hefur borist frá ungmennafélaginu Súlunni á Stöðvarfirði þar sem óskað er eftir fjárstyrk frá hafnarstjórn vegna afnælis- og bæjarhátíðar í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að gera tillögur að úthlutunarreglum fyrir styrki frá hafnarsjóði og samræmingu við styrkveitingar hjá bæjarfélaginu.
4.
Endurbygging/endurnýjun stálþila vegna tæringar
Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur sett saman minnisblað um þörf fyrir endurnýjun á stálþilum í höfnum Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
5.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - stækkun
Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur unnið drög að tillögu fyrir stækkun hafnarinnar á Stöðvarfiði. Hafnarstjórn er nokkuð sátt við þau drög sem unnin hafa verið og vísar málinu til fjárhagsáætlunar.
6.
Heimsókn til Faxaflóahafna
Framkvæmdastjóri hafna ásamt formanni hafnarstjórnar og sviðstjóra framkvæmdasviðs fóru í heimsókn til Faxaflóðahafna og Siglingasviðs Vegagerðarinnar. Á fundinum var farið yfir niðurstöður ferðarinnar.