Fara í efni

Hafnarstjórn

197. fundur
4. maí 2018 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ævar Ármannsson aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
740 Deiliskipulag Naust 1 - beiðni um stækkun lóðar Landanaust 3
Málsnúmer 1805043
Lóðarhafi sækir um stækkun á lóð við Landanaust 3 á Neskaupstað, breyttri aðkomu, lægra nýtingarhlutfalli og breytingu á nafni götunnar. Hafnarstjórn beinir því til Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar að tryggja aðkomu að hafnarkanti og að lóð norðaustan við fyrirhugaða byggingu.
2.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2018
Málsnúmer 1801005
Fundargerðir Hafnasambands Íslands númer 402 og 403 lagðar fram til kynningar.
3.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2017
Málsnúmer 1804080
Hafnarsamband Íslands hefur sent út til kynningar ársreikning sambandsins fyrir árið 2017. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við ársreikninginn.
4.
Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtarmála
Málsnúmer 1805033
Hafnarsamband Íslands hefur sent á aðildarhafnir sínar drög að samstarfsyfirlýsingu mill Hafnasambandsins og Fiskistofu um framkvæmd vigtarmála.
5.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu
Málsnúmer 1804141
Erindi frá Samskip hf dagsett 26.4 þar sem óskeð er eftir undánþágu fyrr Bren Oleh skipstjóra á Samskip Hoffell til og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Bren Oleh skipstkjóra á Samskip Hoffell.
6.
Beiðni um efnistöku í námu við Mjóeyrarhöfn til að verja eign ágangi sjávar
Málsnúmer 1805002
Beiðni hefur borist frá Inga Lár Vilbergssyni um að fá grjót og annað jarðefni frá námu Fjarðabyggðahafna við Mjóeyrarhöfn. Efnið hyggst hann nota til að verja húseignina Klöpp í Reyðarfirði fyrir ágangi sjávar. Hafnarstjórn tekur vel í erindið en felur framkvæmdastjóra að ræða við lóðarhafa um útfærslu.
7.
Seatrade Cruise Med fundur í Lissabon 19-20. september 2018
Málsnúmer 1804147
Ráðstefnan Seatrade Cruise med verður haldin í Lisbon 19. - 20. september 2018. Hafnarstjórn samþykkir þátttöku í ráðstefnunni.
8.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði
Málsnúmer 1701099
Kynningartíma fyrir auglýsingu aðalskipulags fyrir hafnarsvæði á Eskifirði er lokið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur vísað ábendingum um nýtingu hafnarsvæðis og dýpt við viðlegukant til umsagnar Hafnarstjórnar. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að koma ábendingum stjórnarinnar áfram til skipulagsfulltrúa.