Hafnarstjórn
198. fundur
22. maí 2018
kl.
16:30
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ævar Ármannsson
aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2018
Aðalfundur Cruise Iceland var haldinn á Fáskrúðsfirði 3. maí síðastliðinn. Fundargerð og ársreikningur CI lögð fram til kynningar.
2.
750 Hafnargata - Fyrirspurn um lóð fyrir sjódælistöð
Loðnuvinnslan Fáskrúðsfirði hefur spurst fyrir um möguleika á nýrri lóð fyrir sjódælustöð við löndunarbryggju við loðnubræðslu LVF. Framkvæmdastjóra er falið að ræða við framkvæmdaðila og koma athugasemdum á framfæri.
3.
735 Aðstöðuhús fyrir ferðamenn Eskifirði
Til kynningar fyrir hafnarstjórn er aðaluppdráttur að aðstöðuhúsi á Útkaupstaðartúni. Staðsetning byggingarreits byggir á drögum að nýju deiliskipulagi. Meðfylgjandi er einnig umsögn Sjóminjasafns Austurlands um aðaluppdrátt hússins. Hafnarstjórn felur framkvæmastjóra að vinna uppdrátt með nýrri staðsetningu aðstöðuhússins sem verði norðan við malbikaðan stíg við Sjóminjasafnið og flútti við norð-vestur gafl Gömlu búðar. Jafnframt að sækja um samþykkt á byggingaráformum til Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
4.
735 Tilraunaboranir við Eskifjarðarhöfn
Framkvæmdastjóri hafna fór yfir stöðu tilraunaborana við hafnarsvæði á Eskifirði. Framkvæmdastjóra falið að fylgjast áfram með verkefninu.
5.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Þörf er fyrir uppbyggingu á aðstöðuhúsum á smábáthöfnum. Á Norðfirði er þörfin einna mest, bæði vegna aðkomubáta og sömuleiðis er vegalengd frá íbúðabyggð meiri þar en á öðrum smábátahöfnun. Hafnarstjórn vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.