Hafnarstjórn
199. fundur
14. júní 2018
kl.
12:00
-
14:23
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Erindisbréf hafnarstjórnar
Vísað frá bæjarstjórn til kynningar fagnefndar erindisbréfi hafnarstjórnar. Hafnarstjórn hefur farið yfir breytingar og samþykkir breytingar á erindisbréfi.
2.
Styrkbeiðni vegna hátíðarhalda Sjómannadagsins
Sjómannadagsráð Neskaupstaðar sækir um styrk til hafnarstjórar vegna sjómannadagshátíðarhalda árið 2018. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna styrkveitingu til Sjómannadagsráðs Neskaupstaðar. Jafnframt mun hafnarstjórn taka umræðu um fyrirkomulag hátíðahaldanna við viðeigandi aðila á haustdögum.
3.
Beiðni um staðsetningu landtengiskáps við Loðnubræðslu
Síldarvinnslan hefur óskað eftir heimild hafnarstjórnar til að setja upp skáp fyrir 150 A rafmagnstengil fyrir neðan fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Hafnarstjórn fellst á erindið.
4.
Lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Framkvæmdastjóri hafna kynnti stöðu framkvæmda við nýjan kant við Egersund. Á framkvæmdaáætlun ársins 2018 var gert ráð fyrir að steypa kantbita og þekju en þar sem ennþá mælist sig á landi hefur ekki enn verið farið í þær framkvæmdir.
5.
Lóð fyrir nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað
Framkvæmdastjóri hafna kynnti stöðu framkvæmda við nýjan hafnarkant við nótaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Á framkvæmdaáætlun ársins 2018 var gert ráð fyrir að steypa kantbita og þekju. Tímasetning verkefnis ræðst af framgangi byggingar Fjarðanets.
6.
Ósk um olíuafgreiðslu á Reyðarfjarðarhöfn og Eskifjarðarhöfn
Erindi hefur borist frá Olíuverslun Íslands hf þar sem sótt er um leyfi fyrir olíutank og söludælu á höfnum á Reyðarfirði og Eskifirði. Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu og fá upplýsingar um stærð tanka.
7.
Samskip aðstaða í Fjarðabyggð
Samskip hafa sent inn erindi um framtíðaraðstöðu fyrirtæksins í Fjarðabyggð. Framkvæmdastjóra falið að ræða erindið frekar við Samskip.
8.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2019 ásamt langtímaáætlun
Framkvæmdastjóri hafna kynnti vinnuskjal fyrir gerð fjárfestingaráætlunar 2019 auk 3ja ára áætlunar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
9.
Umsókn um hluta af lóðar í Neskaupstað
Erindi hefur borist frá Fiskmarkaði Austurlands um afnot af hluta lóðar Fjarðabyggðahafnar í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að láta hendi hluta lóðar og vísar málinu til Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og framkvæmdastjóri fylgir málinu eftir.