Hafnarstjórn
200. fundur
17. júlí 2018
kl.
16:00
-
17:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Beiðni um undanþágu frá hafnsögu fyrir Andriy Sabinin
Erindi frá Thor Shipping ehf dags. 5. júlí 2018 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Andriy Sabinin skipstjóra á Mv Freyja W. Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.
2.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2018
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr 404 lögð fram til kynningar.
3.
Umsókn um styrk vegna smiðjudaga
Erindi hefur borist frá Menningarstofnun Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir styrk vegna smiðjudaga i grunnskólum Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja smiðjudaga um umbeðna fjárhæð.
4.
Endurheimtur á votlendi
Hafnarstjórn óskar eftir því við bæjarráð að landsvæði við Hólma verði tekið undan samningi við Landgræðsluna að sinni meðan hafnarsjóður metur hugsanlega stærð og landþörf hafnarsvæðis við Flateyri. Mun sú vinna fara fram á vetri komanda.
5.
735 Aðstöðuhús fyrir ferðamenn Eskifirði
Hafnarstjórn samþykkir að setja byggingu aðstöðuhúss á Útkaupstaðartúni á bið þangað til skipulag svæðisins liggur fyrir.
6.
Beiðni um styrk vegna hátíðahald á sjómannadaginn 2018
Hafnarstjórn samþykkir að verða við erindi um styrkbeiðni frá Sjómannadagsráði Eskifjarðar. Jafnframt mun hafnarstjórn taka umræðu um fyrirkomulag styrkveitinga til hátiðahalda við viðeigandi aðila á haustdögum.
7.
Hafnarreglugerð
Hafnarstjórn fór yfir hafnarreglugerð og ræddi uppfærslu reglugerðarinnar. Framhaldi máls vísað til næsta fundar hafnarstjórnar.