Fara í efni

Hafnarstjórn

201. fundur
20. ágúst 2018 kl. 16:00 - 18:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Stefnumótun vegna skemmtiferðaskipa 2018
Málsnúmer 1807064
Framkvæmdastjóri hafna og atvinnu- og þróunarstjóri kynntu mat á stöðu og tækifærum tengdum komu skemmtiferðaskipa til Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn óskar eftir afstöðu menningar- og nýsköpunarnefndar til vinnu við stefnumörkunar vegna komu skemmtiferðaskipa.
2.
Umsókn um undanþága frá hafnsöguskyldu Samskip Hoffell
Málsnúmer 1807094
Erindi frá Samskip hf dags 23. júlí 2018 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Algirdas Padervinskas skipstjóra á MS Samskip Hoffell. Hafnarstjórn samþykkir beiðnina.
3.
760 Sorplosun á Breiðdalsvík
Málsnúmer 1808050
Vegna Breiðdalsvíkurhafnar er nauðsynlegt að gera ráðstafanir með sorplosun. Urðunarstaður sem Breiðdalshreppur nýtti er ekki lengur í notkun og því þarf að keyra sorp til förgunar í Þernunes. Leitað hefur verið eftir tilboðum í leigu og losun á sorpgámum. Hafnarstjórn mælir með að samið verði við lægstbjóðanda og visar málinu til bæjarráðs.
4.
760 Hönnun á hafnarsvæði í Breiðdalsvík
Málsnúmer 1808049
Fyrir liggur tilboð frá Landmótun í hönnunarvinnu fyrir hafnarsvæði í Breiðdalsvík. Lagt er til tilboðinu verði tekið og að viðauki verði gerður við fjárhagsáætlun ársins 2018 vegna vinnunnar sem greiðist af framlagi jöfnunarsjóðs. Vísað til bæjarráðs til samþykktar.
5.
735 Bryggja fyrir olíuafgreiðslu smábáta Eskifirði
Málsnúmer 1808058
Úrbóta er þörf vegna olíuafgreiðslu smábáta á Eskifirði. Fjarlægð olíuafgreiðslu frá löndunarstað smábáta er ekki nægjanleg. Hafnarstjórn samþykkir að ráðast í framkvæmdir við gerð bryggju innan við núverandi afgreiðslu og felur framkvæmdastjóra að semja við verktaka.
6.
740 Viðgerð á stálþili við fiskiðjuver Neskaupstað
Málsnúmer 1808016
Fyrir liggur að ráðast þarf í endurnýjun á hluta stálþils við bryggjukant við fiskiðjuversbryggju á Neskaupstað. Æskilegt er að ráðast í þessar framkvæmdir á næsta ári. Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur undirbúið sameiginlegt útboð á stálþilsefni og Fjarðabyggðahöfnum stendur til boða að taka þátt í útboðinu. Stjórn Fjarðabyggðahafna samþykkir að taka þátt í sameiginlegu innkaupaútboði.
7.
Samskip aðstaða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1801145
Formaður hafnarstjórnar og framkvæmdastjóri Fjarðabyggðahafna funduðu með fulltrúum Samskipa. Erindi Samskipa rætt og framkvæmdastjóra falið að ræða við Samskip um erindi þeirra.
8.
Hafnarreglugerð
Málsnúmer 1805172
Hafnarstjórn samþykkir drög að breytingu á hafnarreglugerð og vísar til bæjarráðs.