Hafnarstjórn
203. fundur
10. september 2018
kl.
16:00
-
17:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Framkvæmdastjóri hafna fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Mjóeyrarhöfn. Ekki eru komin leyfi fyrir ferkari efnistöku af hafnsbotni og því verður að óbreyttu ekki mögulegt að framkvæma alla þá vinnu sem áformað var á árinu. Framkvæmdastjóra hafna falið að ýta áfram á framgang leyfismála.
2.
Útsýnispallur við Norðfjarðarvita
Hafnarstjórn fyrir sitt leiti tekur vel í erindi um byggingu útsýnispalls við Norðfjaraðrvita svo fremi sem gætt sé að því skyggja ekki á sýn til innsiglingarmerkja frá sjó.
3.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2018
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr 405 lögð fram til kynningar ásamt fundarboði á Hafnasambandsþing 2018.
4.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Í fjárhagsáætlun ársins 2018 var gert ráð fyrir að vinna að grjótvörnum. Á tveimur stöðum á Eskifirði er sérstök þörf fyrir viðbótarvinnu, annars vegar fyrir neðan Strandgötu 68 þar sem þörf er á fyllingu og nýrri grjótvörn en hins vegar í nágrenni sjóminjasafnsins þar sem þörf er á að endurraða grjóti í grjótvarnarkanti. Hafnarstjórn samþykkir að fara í frekari vinnu við grjótvarnir sem verði fjármagnaðar með millifærslu frá öðrum liðum.
5.
Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði
Fyrir liggur tilboð Nestaks ehf í vinnu við þekju og hafnarkant við netagerð Fjarðanets í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Nestak ehf um framkvæmdina.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarsjórnar 2019 ásamt langtímaáætlun
Unnin hafa verið fyrstu drög að rekstraráætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2019. Áframhald umræðna um fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára fjárfestingaráætlun, vísað til frekari umræðu við gerð fjárhagsáætlunar.
7.
760 Löndunarkrani Breiðdalsvíkurhöfn
Þörf er á endurnýjun á löndunarkrönum á Breiðdalsvík og í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa tvo nýja löndunarkrana og felur framkvæmdastjóra að ganga frá kaupunum.