Fara í efni

Hafnarstjórn

204. fundur
15. október 2018 kl. 16:00 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Stefnumótun vegna skemmtiferðaskipa 2018
Málsnúmer 1807064
Hafnarstjórn óskaði eftir afstöðu menningar- og nýsköpunarnefndar til málefna skemmtiferðaskipa. Menningar-og nýsköpunarnefnd telur rétt að bíða eftir niðurstöðum frá vinnufundi hagsmunaaðila og eins telur nefndin vanta betri upplýsingar um mengun skipanna í umhverfinu. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að undirbúa vinnufund með hagsmunaaðilum sem tengjast komu skemmtiferðaskipa, stefnt verður á að hafa fundinn fimmtudaginn 1. nóvember. Framkvæmdastjóra falið að afla gagna um mengun skipa sem koma til hafnar.
2.
Seatrade Cruise Med fundur í Lissabon 19-20. september 2018
Málsnúmer 1804147
Framkvæmdastjóri hafna fór yfir þátttöku í Sea Trade sýningu fyrir skemmtiferðaskipahafnir.
3.
Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtarmála
Málsnúmer 1805033
Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing Hafnasambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtunar og eftirlits.
4.
Landtengingar skipa
Málsnúmer 1809174
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindi Eskju um aflmeiri landtengingar fyrir skip í landlegu og felur framkvæmdastjóra að undirbúa framkvæmdir við öflugri tengingar fyrir fiskiskip og fara yfir málin á höfnum Fjarðabyggðar.
5.
Aðalfundarboð 2018 - Ársreikningur 2017
Málsnúmer 1810094
Borist hefur boð á aðalfund Fiskmarkaðs Austurlands 2018. Stjórn felur Framkvæmdastjóra að fara með umboð hafnarstjórnar á fundinum.
6.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1808161
Hafnarstjórn vísar drögum að gjaldskrá til frekari umfjöllunar á næsta hafnarstjórnarfundi en tekur undir tillögur framkvæmdastjóra um gjaldskrárbreytingar.
7.
Umsókn um hluta af lóðar í Neskaupstað
Málsnúmer 1805256
Fiskmarkaður Austurlands sækir um stærri lóð á hafnarsvæði í Neskaupstað en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir. Hafnarstjórn tekur jákvætt í umsóknina en mun fresta afgreiðslu til næsta fundar hafnarstjórnar.
8.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði
Málsnúmer 1701099
Óskað hefur verið eftir afstöðu hafnarstjórnar til beiðni Eskju um stækkun Lóðar við Leirubakka 4. Hafnarstjórn samþykkir beiðni Eskju um breytingu á lóð.