Hafnarstjórn
204. fundur
15. október 2018
kl.
16:00
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Stefnumótun vegna skemmtiferðaskipa 2018
Hafnarstjórn óskaði eftir afstöðu menningar- og nýsköpunarnefndar til málefna skemmtiferðaskipa. Menningar-og nýsköpunarnefnd telur rétt að bíða eftir niðurstöðum frá vinnufundi hagsmunaaðila og eins telur nefndin vanta betri upplýsingar um mengun skipanna í umhverfinu. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að undirbúa vinnufund með hagsmunaaðilum sem tengjast komu skemmtiferðaskipa, stefnt verður á að hafa fundinn fimmtudaginn 1. nóvember. Framkvæmdastjóra falið að afla gagna um mengun skipa sem koma til hafnar.
2.
Seatrade Cruise Med fundur í Lissabon 19-20. september 2018
Framkvæmdastjóri hafna fór yfir þátttöku í Sea Trade sýningu fyrir skemmtiferðaskipahafnir.
3.
Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtarmála
Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing Hafnasambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtunar og eftirlits.
4.
Landtengingar skipa
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindi Eskju um aflmeiri landtengingar fyrir skip í landlegu og felur framkvæmdastjóra að undirbúa framkvæmdir við öflugri tengingar fyrir fiskiskip og fara yfir málin á höfnum Fjarðabyggðar.
5.
Aðalfundarboð 2018 - Ársreikningur 2017
Borist hefur boð á aðalfund Fiskmarkaðs Austurlands 2018. Stjórn felur Framkvæmdastjóra að fara með umboð hafnarstjórnar á fundinum.
6.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2019
Hafnarstjórn vísar drögum að gjaldskrá til frekari umfjöllunar á næsta hafnarstjórnarfundi en tekur undir tillögur framkvæmdastjóra um gjaldskrárbreytingar.
7.
Umsókn um hluta af lóðar í Neskaupstað
Fiskmarkaður Austurlands sækir um stærri lóð á hafnarsvæði í Neskaupstað en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir. Hafnarstjórn tekur jákvætt í umsóknina en mun fresta afgreiðslu til næsta fundar hafnarstjórnar.
8.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði
Óskað hefur verið eftir afstöðu hafnarstjórnar til beiðni Eskju um stækkun Lóðar við Leirubakka 4. Hafnarstjórn samþykkir beiðni Eskju um breytingu á lóð.