Fara í efni

Hafnarstjórn

206. fundur
12. nóvember 2018 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðahafna vegna mengunar 2018
Málsnúmer 1811006
Viðbragðsáætlun vegna mengunar fyrir Fjarðabyggðahafnir lögð fram til kynningar í hafnarstjórn. Hafnarstjórn samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarráðs til staðfestingar. Jafnframt óskar hafnarstjórn eftir því að sviðsstjóri framkvæmdasviðs komi inn á næsta hafnarstjórnarfund til að ræða öryggismál við framkvæmdir.
2.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2018
Málsnúmer 1801005
Fundargerð Hafnasambands Íslands númer 406 og 407 lögð fram til kynningar.
3.
Aðalfundarboð 2018 - Ársreikningur 2017
Málsnúmer 1810094
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands ehf var haldinn laugardaginn 2. nóvember. Framkvæmdastjóri kynnti umræður á fundinum.
4.
730 Umsókn um lækkun hafnargjalda
Málsnúmer 1811080
Íbúi í Fjarðabyggð hefur sótt um lækkun á hafnargjöldum á þeirri forsendu að hann sé á ellilífeyrisaldri. Hafnarstjórn telur að ekki séu forsendur til að verða við beiðni um lækkun á hafnargjöldum og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.
5.
760 Framlag frá hafnabótasjóði
Málsnúmer 1810091
Á sínum tíma sótti Breiðdalsvíkurhöfn um styrk til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda við flotrbryggjur. Framkvæmdastjóra falið að halda áfram samskiptum við Vegagerðina vegna málsins.
6.
740 Afnotasamingur fyrir Egilsbraut 2
Málsnúmer 1808028
Lagt er til að afnotasamningur verði gerður við Safnastofnun Fjarðabyggðar um afnot af Egilsbraut 2, Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir að gera afnotasamning við Safnastofnun Fjarðabyggðar í stað Safnaráðs Neskaupstaðar.
7.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1808161
Áframhald umræðu um gjaldskrá Hafnasjóðs Fjarðabyggðar fyrir 2019. Drög að gjaldskrá samþykkt og vísað til bæjarráðs.
8.
Lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Framkvæmdastjóri hafna kynnti stöðu framkvæmda við nýjan kant við Egersund. Á framkvæmdaáætlun ársins 2018 var gert ráð fyrir að steypa kantbita og þekju en þar sem ennþá mælist sig á landi og stálþili hefur ekki enn verið farið í þær framkvæmdir. Mæling verður tekin á sigi í vikunni og framkvæmdastjóra falið að ræða við Egersund um niðurstöður mælinga og stefnt að útboði um áramót.
9.
750 Beiðni um styrkveitingu vegna tækjakaupa
Málsnúmer 1811027
Beiðni um styrkveitingu vegna tækjakaupa hefur borist frá Björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ræða við Björgunarsveitina um þjónustusamning vegna aðstoðar við hafnir Fjarðabyggðar.
10.
Aðstaða skipafélaga í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1801145
Rætt um aðstöðu fyrir starfsemi skipafélaga í Fjarðabyggð.