Hafnarstjórn
207. fundur
28. nóvember 2018
kl.
16:00
-
18:10
Grunnskóli Eskifjarðar
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Ferðasumarið 2018 - Skýrsla
Skýrsla um ferðasumarið 2018 lögð fram til kynningar.
2.
760 Framlag frá hafnabótasjóði
Svar frá Siglingasviði Vegagerðarinnar vegna erindis um styrk vegna framkvæmda við flotbryggjur í Breiðdalsvík kynnt.
3.
Neistaflug 2018
Erindi hefur borist frá Fjölskylduhátíðinni Neistaflugi vegna hátíðar um Verslunarmannahelgina 2018. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna styrkbeiðni eins og hefur verið síðustu ár.
4.
730 Mjóeyrarhöfn - umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Við afgreiðslu þessa máls vék Rúnar Gunnarsson, fulltrúi M lista af fundi.
Erindi hefur borist frá Eimskip um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu á Mjóeryarhöfn. Hafnarstjórn legst ekki gegn erindinu enda sé um skammtímarásðtöfun að ræða.
Erindi hefur borist frá Eimskip um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu á Mjóeryarhöfn. Hafnarstjórn legst ekki gegn erindinu enda sé um skammtímarásðtöfun að ræða.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarsjórnar 2019 ásamt langtímaáætlun
Starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2019 var samþykkt á 205. fundi hafnarstjórnar þanni 19. október og vísað til bæjarráðs. Fjárfestingaráætlunin tekin aftur á dagskrá til kynningar að beiðni Sævars Guðjónssonar.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við fjárfestingaáætlun Hafnarsjóðs fyrir fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára fjárfestingaáætlun (2019 - 2021).
Varðandi fjárfestingaáætlun 2019.
1.
Fjárfestingaáætlun 2019 og þriggja ára áætlun eru merktar sem vinnuskjal og endanleg fjárfestingaáætlun hefur aldrei verið lögð fram til samþykkis stjórnar.
2.
Þriggja ára áætlun liggur ekki fyrir - þar sem engar fjárfestingar eru eyrnamerktar á árin 2020 og 2021. Í stað þess eru samtölur, 370 millj. á ári án þess að útlista eða forgangsraða verkefnum frekar.
3.
Samkvæmt þeim gögnum sem hafa verið lögð fyrir hafnarstjórn þá er ósamræmi milli starfsáætlunar og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2019. Gerðar hafa verið athugasemdir við það, en við þeim athugasemdum hefur ekki verið brugðist.
4.
Heildarfjárfestingar hafnarsjóðs fyrir árið 2019 eru 480 milljónir samkvæmt vinnuskjali/drögum. Þar af flytjast frá árinu 2018 framkvæmdir uppá um c.a. 110 milljónir, fjármunir sem ekki voru nýttir á yfirstandandi ári og hvergi kemur fram né minnst á þennan flutning milli ára og ekki annað hægt að lesa úr þessu en að eigi að færa í önnur verkefni.
5.
Af þeim 480 milljónum fara:
a.
50 milljónir í bíla og tæki/grjótvarnir og óráðstafað
b.
40 milljónir flytjast frá 2018 í að klára kant við Egersund
c.
16 milljónir í höfnina á Breiðdalsvík sem koma af sameiningarfjárframlögum
d.
10 milljónir í hönnun á nýrri höfn á Eskifirði
e.
8 milljónir í hraðhlið inná hafnarsvæði Norðfjarðarhafnar
f.
1 milljón í uppsetningu á löndunarkrana á Norðfirði
g.
355 milljónir í viðgerð/endurgerð á stálþili við fiskiðjuðverið á Norðfirði
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði viljað sjá eftirfarandi lagfæringar varðandi fjárfestingar árið 2019:
1.
40 milljónir flytjast frá 2018 í að klára kant við Egersund
2.
70 milljónir flytjast frá 2018 í að klára uppdælingu við Mjóeyrarhöfn (kemur hvergi fram í núverandi áætlunum)
3.
16 milljónir í höfnina á Breiðdalsvík sem koma af sameiningarfjárframlögum
4.
8 milljónir í hraðhlið inná hafnarsvæði Norðfjarðarhafnar
(taka verður tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingu Fiskmarkaðar Austurlands)
5.
1 milljón í uppsetningu á löndunarkrana á Norðfirði
6.
10 milljónir í bíla og tæki
7.
40 milljónir í grjótvarnir og annan umhverfisfrágang/óráðstafað
8.
130 milljónir í hafnarkant við Eskju/olíubirgðastöð
(vinna þarf tímalínu framkvæmda í samstarfi við uppbyggingu frystigeymslu)
9.
60 milljónir í hafnaraðstöðu við Stöðvarfjörð
(framkvæmdir hefjast haust 2019 og seinni hluti fjármagns, c.a. 100 millj., kemur inn 2020)
10.
10 milljónir í viðgerð á kanti við fiskiðjuverið á Norðfirði
11.
95 milljónir í viðgerð á kanti við fiskimjölsverksmiðjuna á Norðfirði
(fyrsti hluti af endurgerð kantsins - áætlaður heildarkostnaður 450 milljónir sem dreifist á næstu 4 ár. Sá kantur er mun verr farinn og framar í forgangi en kantur við fiskiðjuðver)
12.
Kláruð verði vinna, sem hafin var á síðasta kjörtímabili, um viðgerðir/endurgerðir gamalla stálþila í höfnum Fjarðabyggðar. Stuðst verði við skýrslu siglingasviðs Vegagerðarinnar við forgangsröðun verkefna og langtíma fjárfestingaráætlun útbúin í samræmi við getu hafnarsjóðs til fjárfestinga ár hvert.
Varðandi þriggja ára áætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar:
1.
Með forgangsröðun og tímasettum verkefnalista er hægt að ná fram samfellu í framkvæmdum og meiri líkur á hagstæðari tilboðum
2.
Sveitarsjóður skuldar hafnarsjóði um 1.200 milljónir króna og hefur kjörnum fulltrúum alltaf verið ljóst að ef aðkallandi framkvæmdir eru hjá hafnarsjóði gæti komið til þess að hann gangi á þá fjármuni
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn leggur til að sett verði í samstarfi við bæjarsjóð greiðslu- og framkvæmdaáætlun þar sem sveitarfélagið borgar hafnarsjóði til baka útistandandi skuld og þeir fjármunir nýttir í að lagfæra/endurgera gamla hafnarkanta í Fjarðabyggð sem samkvæmt úttekt eru illa farnir af tæringu.
Hafnir Fjarðabyggðar eru lífæð hagkerfis Fjarðabyggðar og þau gjöld sem notendur þeirra greiða eiga að standa undir þeim framkvæmdum og þeirri þjónustu sem Fjarðabyggðahafnir veita. Kjörnum fulltrúum hefur verið og á að vera þetta ljóst og verða að miða útgjöld A og B hluta sveitarfélagsins út frá því.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Fjarðalista í hafnarstjórn vísa algerlega á bug fullyrðingum sem koma fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn.
Um leið gerum við alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn nú. Búið er að taka umræðu og vinnu við fjárhagsáætlun hafnarsjóðs á fundum nefndarinnar frá því í ágúst með sama hætti og síðustu ár hefur verið gert. Þá hefur fjárhagsáætlun verið afgreidd til bæjarstjórnar og er að fara í síðari umræðu í bæjarstjórn á morgun, 29.nóvember.
Á fundum hafnarstjórnar hefur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins setið og því kemur þessi bókun verulega á óvart. Virðist helst vera að það skipti mestu máli hvaða fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr fundi hverju sinni enda hafa engar athugasemdir gerðar við vinnuna fram að þessu. Jafnframt er sorglegt að sjá starfsmenn sveitarfélagsins dregna inn í pólitíska umræðu eins og þessa eins og fram kemur í bókuninni og í umræðu á fundinum. Því fordæmum við þessi óábyrgu vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins og vísum þessum staðhæfingum til föðurhúsanna.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við fjárfestingaáætlun Hafnarsjóðs fyrir fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára fjárfestingaáætlun (2019 - 2021).
Varðandi fjárfestingaáætlun 2019.
1.
Fjárfestingaáætlun 2019 og þriggja ára áætlun eru merktar sem vinnuskjal og endanleg fjárfestingaáætlun hefur aldrei verið lögð fram til samþykkis stjórnar.
2.
Þriggja ára áætlun liggur ekki fyrir - þar sem engar fjárfestingar eru eyrnamerktar á árin 2020 og 2021. Í stað þess eru samtölur, 370 millj. á ári án þess að útlista eða forgangsraða verkefnum frekar.
3.
Samkvæmt þeim gögnum sem hafa verið lögð fyrir hafnarstjórn þá er ósamræmi milli starfsáætlunar og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2019. Gerðar hafa verið athugasemdir við það, en við þeim athugasemdum hefur ekki verið brugðist.
4.
Heildarfjárfestingar hafnarsjóðs fyrir árið 2019 eru 480 milljónir samkvæmt vinnuskjali/drögum. Þar af flytjast frá árinu 2018 framkvæmdir uppá um c.a. 110 milljónir, fjármunir sem ekki voru nýttir á yfirstandandi ári og hvergi kemur fram né minnst á þennan flutning milli ára og ekki annað hægt að lesa úr þessu en að eigi að færa í önnur verkefni.
5.
Af þeim 480 milljónum fara:
a.
50 milljónir í bíla og tæki/grjótvarnir og óráðstafað
b.
40 milljónir flytjast frá 2018 í að klára kant við Egersund
c.
16 milljónir í höfnina á Breiðdalsvík sem koma af sameiningarfjárframlögum
d.
10 milljónir í hönnun á nýrri höfn á Eskifirði
e.
8 milljónir í hraðhlið inná hafnarsvæði Norðfjarðarhafnar
f.
1 milljón í uppsetningu á löndunarkrana á Norðfirði
g.
355 milljónir í viðgerð/endurgerð á stálþili við fiskiðjuðverið á Norðfirði
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefði viljað sjá eftirfarandi lagfæringar varðandi fjárfestingar árið 2019:
1.
40 milljónir flytjast frá 2018 í að klára kant við Egersund
2.
70 milljónir flytjast frá 2018 í að klára uppdælingu við Mjóeyrarhöfn (kemur hvergi fram í núverandi áætlunum)
3.
16 milljónir í höfnina á Breiðdalsvík sem koma af sameiningarfjárframlögum
4.
8 milljónir í hraðhlið inná hafnarsvæði Norðfjarðarhafnar
(taka verður tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingu Fiskmarkaðar Austurlands)
5.
1 milljón í uppsetningu á löndunarkrana á Norðfirði
6.
10 milljónir í bíla og tæki
7.
40 milljónir í grjótvarnir og annan umhverfisfrágang/óráðstafað
8.
130 milljónir í hafnarkant við Eskju/olíubirgðastöð
(vinna þarf tímalínu framkvæmda í samstarfi við uppbyggingu frystigeymslu)
9.
60 milljónir í hafnaraðstöðu við Stöðvarfjörð
(framkvæmdir hefjast haust 2019 og seinni hluti fjármagns, c.a. 100 millj., kemur inn 2020)
10.
10 milljónir í viðgerð á kanti við fiskiðjuverið á Norðfirði
11.
95 milljónir í viðgerð á kanti við fiskimjölsverksmiðjuna á Norðfirði
(fyrsti hluti af endurgerð kantsins - áætlaður heildarkostnaður 450 milljónir sem dreifist á næstu 4 ár. Sá kantur er mun verr farinn og framar í forgangi en kantur við fiskiðjuðver)
12.
Kláruð verði vinna, sem hafin var á síðasta kjörtímabili, um viðgerðir/endurgerðir gamalla stálþila í höfnum Fjarðabyggðar. Stuðst verði við skýrslu siglingasviðs Vegagerðarinnar við forgangsröðun verkefna og langtíma fjárfestingaráætlun útbúin í samræmi við getu hafnarsjóðs til fjárfestinga ár hvert.
Varðandi þriggja ára áætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar:
1.
Með forgangsröðun og tímasettum verkefnalista er hægt að ná fram samfellu í framkvæmdum og meiri líkur á hagstæðari tilboðum
2.
Sveitarsjóður skuldar hafnarsjóði um 1.200 milljónir króna og hefur kjörnum fulltrúum alltaf verið ljóst að ef aðkallandi framkvæmdir eru hjá hafnarsjóði gæti komið til þess að hann gangi á þá fjármuni
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn leggur til að sett verði í samstarfi við bæjarsjóð greiðslu- og framkvæmdaáætlun þar sem sveitarfélagið borgar hafnarsjóði til baka útistandandi skuld og þeir fjármunir nýttir í að lagfæra/endurgera gamla hafnarkanta í Fjarðabyggð sem samkvæmt úttekt eru illa farnir af tæringu.
Hafnir Fjarðabyggðar eru lífæð hagkerfis Fjarðabyggðar og þau gjöld sem notendur þeirra greiða eiga að standa undir þeim framkvæmdum og þeirri þjónustu sem Fjarðabyggðahafnir veita. Kjörnum fulltrúum hefur verið og á að vera þetta ljóst og verða að miða útgjöld A og B hluta sveitarfélagsins út frá því.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Fjarðalista í hafnarstjórn vísa algerlega á bug fullyrðingum sem koma fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn.
Um leið gerum við alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn nú. Búið er að taka umræðu og vinnu við fjárhagsáætlun hafnarsjóðs á fundum nefndarinnar frá því í ágúst með sama hætti og síðustu ár hefur verið gert. Þá hefur fjárhagsáætlun verið afgreidd til bæjarstjórnar og er að fara í síðari umræðu í bæjarstjórn á morgun, 29.nóvember.
Á fundum hafnarstjórnar hefur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins setið og því kemur þessi bókun verulega á óvart. Virðist helst vera að það skipti mestu máli hvaða fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr fundi hverju sinni enda hafa engar athugasemdir gerðar við vinnuna fram að þessu. Jafnframt er sorglegt að sjá starfsmenn sveitarfélagsins dregna inn í pólitíska umræðu eins og þessa eins og fram kemur í bókuninni og í umræðu á fundinum. Því fordæmum við þessi óábyrgu vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins og vísum þessum staðhæfingum til föðurhúsanna.
6.
Iceland Fishing EXPO 2019
Erindi hefur borist frá Iceland Fishing Expo 2019 um þátttöku í sjávarútvegssýningu 25. - 27. september 2019. Hafnarstjórn samþykkir að bóka þátttöku og bjóða hagsmunaaðilum í Fjarðabyggð að taka þátt.
7.
740 Viðgerð á stálþili við fiskiðjuver Neskaupstað
Fyrir liggja tilboð í efni fyrir nýtt stálþil fyrir endurnýjun á hafnarkanti í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa stálþil á grundvelli hagstæðasta tilboðs.
8.
735 Hafnarkantur sunnan fiskiðjuvers Eskju
Fyrirhuguð uppbygginga hafnarkants sunnan við fiskiðjuver Eskju hefur verið í umræðu í nokkurn tíma á vettvangi hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að semja við Mannvit um aðkomu þeirra að verkefninu.