Fara í efni

Hafnarstjórn

208. fundur
4. desember 2018 kl. 16:30 - 18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Undanþága frá hafnsöguskyldu á Pollux og Perseus
Málsnúmer 1811205
Rúnar Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Erindi frá Eimskip hf dags 30. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir tvo skipstjóra á skipum félagsins. Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.

2.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2018
Málsnúmer 1801005
Fundargerð þings Hafnasambands Íslands, ásamt fundargerð stjórnar sambandsins nr 408, ályktun hafnasambandsþings um öryggi í höfnum og minnisblaðs Faxaflóahafna um rafmagnstengingar í höfnum lögð fram til kynningar.
3.
Stefna í ferðamálum 2018 - 2025
Málsnúmer 1811077
Minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa um stefnumótun Fjarðabyggðar í ferðaþjónustumálum lagt fram til kynningar.
4.
Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum
Málsnúmer 1806167
Áætlun um mótttöku og meðhöndlun úrgangs fyrir hafnir Fjarðabyggðar lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir áætlanirnar og felur framkvæmdastjóra að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum og senda þær Umhverfisstofnun til staðfestingar.
5.
Umsagnir vegnar Fiskeldi Austfjarða á allt að 20.800 tonn í Beru- og Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1811208
Valgeir Ægir Ingólfsson, atvinnu- og þróunarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Beiðni hefur borist frá Matvælastofnun um umsögn vegna fiskeldis í Fáskrúðsfirði. Drög að minnisblaði kynnt á fundinum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra í samvinnu við aðra embættismenn að bæta við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og visar málinu til bæjarráðs.
6.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Málsnúmer 1603089
Lögð var fram til umfjöllunar í hafnarstjórn tillaga að skipulagi fyrir hafnarsvæði á Eskifirði. Vísað til Eigna- Skipulags- og Umhverfisnefndar til afgreiðslu með athugasemdum.