Fara í efni

Hafnarstjórn

209. fundur
18. desember 2018 kl. 16:00 - 17:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Öryggismál við framkvæmdir á hafnarsvæði
Málsnúmer 1812138
Sviðstjóri framkvæmdasviðs fór yfir fyrirkomulag öryggismála við framkvæmdir við hafnir. Í gildi er öryggisstefna Fjarðabyggðahafna, framkvæmdastjóra hafna falið að fara yfir öryggisstefnuna, sérstaklega með tilliti til hafnarverndar og aðgangs að höfnum.

Sviðstjóri frarmkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum fundarlið.
2.
740 Viðhaldsmál Egilsbraut 2
Málsnúmer 1812137
Framkvæmdastjóri hafna fór yfir mál sem tengjast viðhaldsmál á Egilsbraut 2 Neskaupstað.

Sviðstjóri framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum fundarlið.
3.
Stefnumótun vegna skemmtiferðaskipa 2018
Málsnúmer 1807064
Framkvæmdastjóri hafna fór yfir umræður á fundi um ferðamál í Fjarðabyggð 12. desember. Hafnarstjórn mun taka málið til umræðu á nýju ári.
4.
Seatrade Miami 2019
Málsnúmer 1812139
Seatrade Cruise sýning verður haldin í Miami 3. - 8. apríl 2019. Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt með sameiginlegum fulltrúa frá Cruise Iceland.
5.
Lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Hafnarstjórn samþykkir að bjóða út framkvæmdir vegna hafnarkants og þekju við Egersund í upphafi árs 2019.