Fara í efni

Hafnarstjórn

210. fundur
7. janúar 2019 kl. 16:00 - 17:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Undanþága frá hafnsöguskyldu á Pollux og Perseus
Málsnúmer 1811205
Rúnar Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Erindi frá Eimskip hf dags 18. desember 2018 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir skipstjóra á skipi félagsins. Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.
2.
Aðstaða skipafélaga í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1801145
Rúnar Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Fjarðabyggðahafna funduðu með fulltrúum Samskipa í desember þar sem farið var yfir þeirra erindi vegna aðstöðu í Fjarðabyggð.

Framkvæmdastjóra hafna falið að svara Samskip í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Leyfi til töku malar og sands af hafsbotni út af Eyri í Reyðarfirði
Málsnúmer 1802006
Formleg leyfisumsókn vegna leyfis til efnistöku á hafsbotni við Eyri hefur verið send út til Orkustofnunar.

Hafnarstjórn átelur mjög vinnubrögð Orkustofnunar við ferli málsins og fer fram á að umsóknin verði afgreidd án tafar.