Hafnarstjórn
211. fundur
23. janúar 2019
kl.
16:00
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðstaða skipafélaga í Fjarðabyggð
Eftir samskipti við Samskip liggja fyrir drög að samkomulagi við Samskip um aðstöðu á Eskfirði. Hafnarstjórn samþykkir drög að samningi og felur framkvæmdastjóra að koma skilaboðum áfram til Samskipa.
2.
Undanþága frá hafnsöguskyldu Freyja W
Erindi frá Thor Shipping dags 19. janúar 2019 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir skipstjóra á MV Freyja W.
Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.
Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.
3.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð
Stýrihópur um gerð nýtingaráætlunar fyrir Fjarðabyggð hefur lokið störfum. Hafnarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti og vísar áætluninni til bæjarráðs til staðfestingar.
4.
Leyfi til töku malar og sands af hafsbotni út af Eyri í Reyðarfirði
Framkvæmdastjóri hafna kynnti bréf sem sent var til Orkustofnunar vegna leyfismála vegna efnistöku af hafsbotni. Hafnarstjórn tekur undir efni bréfsins og ítrekar að ná verð fundi með Orkumálastjóra vegna ófullnægjandi framgang málsins sem nú þegar hefur valdið skaða.
5.
Eistnaflug 2019
Hafnarstjórn hefur borist beiðni Eistnaflugs um styrk í tengslum við hátíðina í ár. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Eistnaflug um sambærilega fjárhæð og aðrar hátíðir innan sveitarfélagsins.
6.
Gjaldþrotaskipti Sjóstangar ehf
Erindi hefur borist frá skipstastjóra Sjóstangar ehf. Fjarðabyggð stendur til boða að fá eikarbátinn Sögu SU606 til eignar vegna skuldar þrotabúsins við Breiðdalsvíkurhöfn. Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
7.
730 Lóðarafnot Mjóeyrarhöfn 2019
Borist hefur fyrirspurn frá Fiskeldi Austfjarða um nýtingu á landi við Mjóeyrarhöfn fyrir samsetningu á fiskeldiskvíum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við Fiskeldi Austfjarða um málið og bjóða fram 2 ha svæði til leigu yfir 10 vikna tímabil enda er rými takmarkað vegna annarra nota á svæðinu.
8.
Sorphirða og endurvinnsla á höfnum
Lagt fram til kynningar vinnuskjal um næstu skref varðandi fyrirkomulag sorphirðu á Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn samþykkir tillögur um fyrstuskref í breytingu á fyrirkomulagi sorphirðu á höfnum sem tilraunaverkefni.
9.
Hafnarreglugerð
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hefur sent inn breytingartillögur við drög að nýrri hafnarreglugerð. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að svara Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í samræmi við umræður á fundinum og jafnframt að upplýsa stjórn Hafnasambands Íslands um breytingatillöguna.
10.
740 Naustahvammur 67-69 - umsókn um stækkun lóðar
Síldarvinnslan hefur sótt um stækkun lóð við fiskimjölsverksmiðju félagsins. Hafnarstjórn æskir þess að kvöð sé sett um aðgengi um lóð SVN að hafnarsvæði og að SVN beri kostnað af færslu girðinga og frágangi í kring um þær ef þurfa þykir, en hefur að öðru leiti ekki athugasemdir við umsókn fyrirtækisins og vísar málinu til Eigna- skipulags og umhverfisnefndar.