Fara í efni

Hafnarstjórn

212. fundur
11. febrúar 2019 kl. 16:30 - 17:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Hákon Ásgrímsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Hákon Ásgrímsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019
Málsnúmer 1901001
Fundargerð Hafnasambands Íslands númer 409 lögð fram til kynningar.
2.
Seatrade Miami 2020
Málsnúmer 1902067
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt með sameiginlegum fulltrúa frá Cruise Iceland í Seatrade Cruise sýningu árið 2020.
3.
Gjaldþrotaskipti Sjóstangar ehf
Málsnúmer 1901140
Framhald umræðu um erindi skiptastjóra Sjóstangar ehf varðandi eikarbátinn Sögu SU606 sem sendur Fjarðabyggð til boða að fá til eignar vegna skuldar þrotabúsins við Breiðdalsvíkurhöfn. Hafnarstjórn afþakkar boðið og vísar málinu til bæjarráðs til staðfestingar.
4.
Lenging á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Þann 31. janúar voru opnuð tilboð í verkefni Egersund kantur-þekja. Fjögur tilboð bárust í verkið. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningum við lægstbjóðanda Ogsynir / ofurtólið ehf.
5.
Viðburðir tengdir komu skemmtiferðaskipa 2019
Málsnúmer 1902068
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja menningarviðburði í tengslum við komu skemmtiferðaskipa og leggur áherslu áð að farþegum skipa standi til boða að kynnast listafólki í heimabyggð.