Hafnarstjórn
215. fundur
25. febrúar 2019
kl.
16:00
-
17:19
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Beiðni um undanþágu frá hafnsöguskyldu Frigg W
Erindi frá Thor Sipping dags 12. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir skipstjóra á MV Frigg W. Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.
2.
Hafnarreglugerð - endurskoðun 2019
Hafnarstjórn samþykkir breytingar á hafnarreglugerð Fjarðabyggðarhafna fyrir sitt leiti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Togarabryggja, Norðfjörður endurbygging 2019
Þrjú tilboð bárust í verkið Togarabryggja, Norðfjörður endurbygging 2019 útboðið var opnað þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl 14:00 Frá köfunarþjónustu Sigurðar, Hagtak hf og Héraðsverk ehf. unnið er að yfirferð tilboða. Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda að því gefnu að hann uppfylli skilyrði vegna yfirferða tilboða.
4.
Togarabryggja, Norðfjörður endurbygging 2019
Hafnarstjórn felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að hefja vinnu við hönnun á öðrum áfanga Togarabryggju, Norðfjörður endurbygging 2019. sem er þekja og lagnir.
5.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - stækkun
Hafnarstjórn felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að hefja undirbúning á hönnun timburbryggju við höfnina á Stöðvarfirði og jafnframt að setja efnið í útboð á árinu jafnframt er sviðstjóra falið að fara yfir verkið í heild.
6.
Strandbúnaður 2019
Hafnastjórn felur hafnarstjóra að senda fulltrúa á ráðstefnuna Strandbúnaður 2019