Fara í efni

Hafnarstjórn

216. fundur
11. mars 2019 kl. 16:30 - 18:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Endurheimtur á votlendi
Málsnúmer 1709071
Samkvæmt niðurstöðum 200. fundar hafnarstjórnar þann 17. júlí s.l. voru drög að samstarfssamningi Fjarðabyggðar og Landgræðslunnar lögð að nýju fyrir hafnarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti nýjar tillögur að endurheimt svæða á Hólmum og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Hafnarreglugerð - endurskoðun 2019
Málsnúmer 1902165
Vísað til umfjöllunar hafnarstjórnar milli umræðna bæjarstjórnar endurskoðaðri hafnarreglugerð Fjarðabyggðhafna. Taka þarf afstöðu til ábendinga frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytingu um heimildir hafnasögumans um borð í skipum sem ganga á starfsskyldur skipstjóra. Um er að ræða ábendingu vegna 6. gr. hafnarreglugerðarinnar. Hafnarstjórn hefur áður tekið fyrir ábendingu vegna 6. greinar og hafnað henni og er það óbreytt. Hafnarstjóra falið að ganga frá hafnarreglugerð til síðari umræðu í bæjarstjórn í samræmi við umræður á fundi.
3.
Erindisbréf hafnarstjórnar
Málsnúmer 1805118
Vísað frá bæjarráði til hafnarstjórnar endurskoðuðu erindisbréfi sem hefur verið uppfært með tilliti til skipulagsbreytinga sem bæjarstjórn staðfest1 21. febrúar sl.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra breytingu á erindisbréfi í samræmi við umræðu á fundinum og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarsjórnar 2019 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1806027
Hafnarstjórn fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2019 og greindi stöðuna gagnvart tekjumissi vegna væntanlegs loðnubrests. Hafnarstjóra falið að halda utan um vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2019.
5.
Beiðni um undanþágu frá hafnsöguskyldu Frigg W
Málsnúmer 1902105
Hafnarstjórn samþykkir beiðni um undanþágu fyrir Evsiko Evhenii skipstjóra á Frigg W frá lóðsskyldu til og frá Mjóeyrarhöfn.
6.
Skemmtiferðaskipakomur 2019
Málsnúmer 1705073
Hafnarstjórn fór yfir komur skemmtiferðaskipa ársins 2019 til Fjarðabyggðarhafna. Framtíðarsýn varðandi skemmtiferðaskip rædd, Hafnarstjórn samþykkir að fá formann menningar- og nýsköpunarnefndar og atvinnu og þróunarstjóra Fjarðabyggðar á næsta fund hafnarstjórnar til að ræða málið.
7.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Lögð fram að nýju drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2019-2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2019-2022 til umfjöllunar í menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráð og safnanefnd.
Hafnarstjórn fór yfir drögin að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2019-2022. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin en telur nauðsynlegt að fundað verði með fulltrúum fyrirtækja í Fjarðabyggð áður en stefnan verður sett