Hafnarstjórn
217. fundur
25. mars 2019
kl.
16:00
-
17:25
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Skýrsla um ástand Norðfjarðarár
Lögð fram skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um stöðu Norðfjarðarár, dagsett í mars 2019. Bæjarráð vísar skýrslu til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að kanna áhuga á sameiginlegum opnum fundi nefndarinnar, hafnarstjórnar og Veiðifélags Norðfjarðarár vegna stöðu Norðfjarðarár.
Hafnarstjórn tekur undir með eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að boða skuli til opins fundar um málefni Norðfjarðarár.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að kanna áhuga á sameiginlegum opnum fundi nefndarinnar, hafnarstjórnar og Veiðifélags Norðfjarðarár vegna stöðu Norðfjarðarár.
Hafnarstjórn tekur undir með eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að boða skuli til opins fundar um málefni Norðfjarðarár.
2.
Veiðar á göngusilungi
Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið og mun taka efni þess fyrir á opnum fundi um málefni Norðfjarðarár.
3.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Menningar- og nýsköpunarnefnd vísar drögum að menningarstefnu til fastanefnda til kynningar og umfjöllunar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fram lögð drög að menningarstefnu Fjarðabyggðar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fram lögð drög að menningarstefnu Fjarðabyggðar.
4.
Skemmtiferðaskipakomur 2019
Formaður menningar- og nýsköpunarnefndar fór yfir þá vinnu sem hefur verið í gangi í vinnuhópi um stefnumótun í ferðaþjónustu. umræða tekin um málefnið og verður henni haldið áfram.
5.
Beiðni um undanþágu frá hafnsöguskyldu Frigg W
Beiðni um undanþágur frá lóðsskyldu við Mjóeyrarhöfn lagðar fram til samþykktar. Bæjarráð staðfestir undaþágur.