Fara í efni

Hafnarstjórn

217. fundur
25. mars 2019 kl. 16:00 - 17:25
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Skýrsla um ástand Norðfjarðarár
Málsnúmer 1903090
Lögð fram skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um stöðu Norðfjarðarár, dagsett í mars 2019. Bæjarráð vísar skýrslu til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að kanna áhuga á sameiginlegum opnum fundi nefndarinnar, hafnarstjórnar og Veiðifélags Norðfjarðarár vegna stöðu Norðfjarðarár.
Hafnarstjórn tekur undir með eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að boða skuli til opins fundar um málefni Norðfjarðarár.
2.
Veiðar á göngusilungi
Málsnúmer 1903149
Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið og mun taka efni þess fyrir á opnum fundi um málefni Norðfjarðarár.
3.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805211
Menningar- og nýsköpunarnefnd vísar drögum að menningarstefnu til fastanefnda til kynningar og umfjöllunar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fram lögð drög að menningarstefnu Fjarðabyggðar.
4.
Skemmtiferðaskipakomur 2019
Málsnúmer 1705073
Formaður menningar- og nýsköpunarnefndar fór yfir þá vinnu sem hefur verið í gangi í vinnuhópi um stefnumótun í ferðaþjónustu. umræða tekin um málefnið og verður henni haldið áfram.
5.
Beiðni um undanþágu frá hafnsöguskyldu Frigg W
Málsnúmer 1902105
Beiðni um undanþágur frá lóðsskyldu við Mjóeyrarhöfn lagðar fram til samþykktar. Bæjarráð staðfestir undaþágur.