Hafnarstjórn
218. fundur
15. apríl 2019
kl.
16:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Karl Óttar Pétursson
Hafnarstjóri
Dagskrá
1.
Efnistaka í Norðfjarðarflóa
Lögð fram drög að tillögu að matsáætlun um efnistöku úr sjó í Hellisfirði. Hafnarstjórn óskar eftir að umhverfisstjóri taki saman minnisblað um feril umsókna hjá Orkustofnun vegna efnistöku í sjó. Hafnarstjórn samþykkir drög að tillögu að matsáætlun um efnistöku úr sjó í Hellisfirði og felur umhverfisstjóra að hefja kynningarferli.
2.
Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2019
Bréf Sjávarútvegsskólans er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2019. Hafnarstjórn mun koma að rekstri Sjávarútvegsskóla Austurlands með sama hætti og undanfarin ár.
3.
Stálþil - Viðhald og viðgerðir
Erindi Sjótækni er varðar þurrkvíar og notkun þeirra við skoðun, viðhald og viðgerðir á stálþilum. Erindi lagt fram til kynningar og vísað til hafnarstjóra til frekari skoðunar.
4.
740 Norðfjarðarviti - byggingarleyfi, pallur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Páls Björgvins Guðmundssonar, dagsett 5. apríl 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 202 fm. steinsteyptan útsýnispall við Norðfjarðarvita. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar beiðni um að hafa umsjón og umhirðu með útsýnispallinum til umsagnar hafnarstjórnar og bæjarráðs. Hafnarstjórn hefur áður tekið til erindið til umfjöllunar og setur sig ekki upp á móti byggingu útsýnispallsins. Hafa þarf til hliðsjónar að ljósbúnaður og fjarskiptatæki haldi gildi sínu á vitanum. Hvað varðar beiðni um umsjón með umhirðu útsýnispallsins og þjónustu í tengslum við starfsemi á pallinum, getur hafnarstjórn ekki tekið afstöðu til þess þar sem útsýnispallurinn er ekki í eigu sveitarfélagsins.
5.
Styrkumsókn - Franskir dagar 2019
Umsókn Daníels Geirs Moritz f.h. Franskra Daga, um styrk vegna framkvæmdar Franskra daga 2019. Hafnarstjórn er sammála um að veita styrk að fjárhæð kr. 300.000.- eins og gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun ársins.
6.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019
Fundargerðir Hafnasambands Íslands nr. 410 og nr. 411 lagðar fram til kynningar.
7.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2018
Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrri árið 2018, lagður fram til kynnningar. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnum.