Hafnarstjórn
220. fundur
29. apríl 2019
kl.
11:30
-
12:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Ástand Norðfjarðarár
Umræða í framhaldi af íbúafundi um Norðfjarðará sem haldinn var nýlega. Hafnarstjóra falið að fara yfir niðurstöður fundarins og leggja fram aðgerðaáætlun fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
2.
Seatrade Miami 2019
Lagðir fram sem trúnaðarmál til kynningar minnispunktar frá ráðstefnunni Seatrade Global sem haldið var í Miami 9 - 11. apríl 2019.
3.
Aðalfundur Cruise Icealand 2019
Aðalfundur Cruise Iceland verður haldinn föstudaginn 24.maí 2019 kl. 15:00 í Reykjavík hjá Faxaflóahöfnum. Fulltrúi frá Fjarðabyggðarhöfnum mun sækja fundinn.
4.
Aðstaða skipafélaga í Fjarðabyggð
Rúnar Már Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Lögð fram drög að samningi milli Samskipa hf. og Fjarðabyggðahafna um framtíðarfyrirkomulag aðstöðu Samskipa fyrir gámasiglingar í Fjarðabyggð. Hafnarstjórn samþykkir drög að samningi með framkomnum breytingum og felur hafnarstjóra frágangs hans og undirritun. Jafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að tryggja að samningur uppfylli öll skilyrði hafnarverndar.
Lögð fram drög að samningi milli Samskipa hf. og Fjarðabyggðahafna um framtíðarfyrirkomulag aðstöðu Samskipa fyrir gámasiglingar í Fjarðabyggð. Hafnarstjórn samþykkir drög að samningi með framkomnum breytingum og felur hafnarstjóra frágangs hans og undirritun. Jafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að tryggja að samningur uppfylli öll skilyrði hafnarverndar.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019
Fundargerð hafnasambands nr. 412 og fjórar fundargerðir siglingaráðs nr. 10 - 13, lagðar fram til kynningar.
6.
Dýpkun hafna á Norðfirði og Eskifirði
Fyrirhuguð er dýpkun á höfnunum á Norðfirði og Eskifirði. Í tengslum við verkið þarf trúlega að flytja sérhæfðan pramma austur. Hafnarstjórn er sammála um að ráðast í verkið og felur hafnarstjóra að annast útfærslu þess.