Fara í efni

Hafnarstjórn

221. fundur
13. maí 2019 kl. 11:30 - 13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020
Málsnúmer 1904137
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins og gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2020.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að hefja vinnu við fjárhagsáætlun og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Málsnúmer 1904128
Lagðar fram til kynningar reglur um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árin 2020-2023
3.
FAM ferð Cruise Iceland í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1905047
Lögð fram dagskrá FAM hópsins á vegum Cruise Iceland sem verður á ferð um Ísland 17. - 23. maí. Fjarðabyggð verður heimsótt miðvikudaginn 22.maí milli 14:00 og 18:00.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að taka á móti hópnum sem verður í Fjarðabyggð 22. maí 2019



4.
Reglur um styrki hafnarsjóðs
Málsnúmer 1905048
Hafnarstjórn ræddi tillögur að sameiginlegum reglum um úthlutum á styrkjum Fjarðabyggðar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna grunn að reglunum í samræmi við umræður á fundinum og í samráði við formenn hafnarstjórar og menningar- og nýsköpunarnefndar.
5.
Vefurinn 200 mílur hluti af mbl.is
Málsnúmer 1905049
Tekið fyrir erindi frá 200 mílum, hafnarstjóra falin afgreiðsla málsins.
6.
Skýrsla um ástand Norðfjarðarár
Málsnúmer 1903090
Hafnarstjórn fór yfir þær umræður sem verið hafa um skýrslu um ástand Norðfjarðarár.
Hafnarstjórn samþykkir að fara í samstarf við veiðifélag Norðfjarðarár um friðun svæða á vegum sveitarfélagsins fyrir veiði á göngusilung. Hafnarstjóra falið að ganga frá slíku samstarfi.
7.
740 Viðgerð á stálþili við fiskiðjuver Neskaupstað
Málsnúmer 1808016
Hafnarstjórn fór yfir framgang verkefnisins við togarabryggjuna á Norðfirði. Hafnarstjórn felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir verkefnið og leggja fyrir nefndina að nýju.
8.
Beiðni um undanþágu frá hafnsögu fyrir Perseus feb 2019
Málsnúmer 1902148
Erindi frá Eimskip dags 20. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir skipstjóra á M/V Perseus. Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.
9.
Beiðni um undanþágu frá hafnsöguskyldu Frigg W
Málsnúmer 1902105
Erindi frá ThorShip dags 26. apríl 2019 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir skipstjóra á MV Sif W. Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.