Fara í efni

Hafnarstjórn

222. fundur
27. maí 2019 kl. 11:30 - 13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmdasvið
Dagskrá
1.
Norðfjörður Togarabryggja þekja og lagnir 2019
Málsnúmer 1905119
Hafnarstjórn hefur farið yfir tilboðið er barst í verkefnið "Norðfjörður, Togarabryggja þekja og lagnir"
Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði Nestak ehf og felur hafnarstjóra frágang málsins.
2.
Norðfjörður löndunarkantur smábáta breyting
Málsnúmer 1905120
Sviðstjóri framkvæmasviðs lagði fram áætlun um frágang á löndunarbryggju á togarakanti á Norðfirði. hafnarstjórn samþykkir að semja við Guðmund Guðlaugsson um verkið og felur hafnarstjóra frágang verksins.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020
Málsnúmer 1904137
Hafnarstjórn fór yfir fjárfestingaráætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlunina fyrir 2020 til 2023.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna áætlunina áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
4.
Aðalfundarboð - Fiskimarkaður Austurlands hf. 6.júní
Málsnúmer 1905127
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að sækja aðalfundinn fyrir sína hönd hjá Fiskmarkaði Austurlands hf. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að Karl Óttar Pétursson hafnarstjóri og Snorri Styrkársson Fjármálastjóri Fjarðabyggðar verði aðalmenn og Rúnar Már Gunnarsson verði varamaður í stjórn Fiskmarkaðar Austurlands hf.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019
Málsnúmer 1901001
Fundargerð fundar nr. 413 hjá hafnarsambandinu lögð fram til kynningar