Hafnarstjórn
224. fundur
21. júní 2019
kl.
11:00
-
12:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Karl Óttar Pétursson
Hafnarstjóri
Dagskrá
1.
Umsókn Laxa Fiskeldis um Hjálmeyri
Umsókn Laxa Fiskeldis um Hjálmeyri.
Laxar Fiskeldi eru í dag með starfsemi á þremur stöðum í Reyðarfirði; Gripalda, Sigmundarhúsum og
Bjargi. Fyrir liggur að nú í september mun félagið fá 3.000 tn til viðbótar í leyfum sem þýðir að
heildarleyfi Laxa verða 9.000 tn. Í þessu ljósi verða Laxar að bæta við fjórðu stöðinni og því sækir
félagið um að Hjálmeyri í Reyðarfirði verði endurvakin aftur sem staðsetning fyrir Laxa.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna samkomulag milli Fjarðabyggðar og Laxa Fiskeldis um nýja staðsetningu fiskeldis við Hjálmeyri og leggja fyrir hafnarstjórn og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Laxar Fiskeldi eru í dag með starfsemi á þremur stöðum í Reyðarfirði; Gripalda, Sigmundarhúsum og
Bjargi. Fyrir liggur að nú í september mun félagið fá 3.000 tn til viðbótar í leyfum sem þýðir að
heildarleyfi Laxa verða 9.000 tn. Í þessu ljósi verða Laxar að bæta við fjórðu stöðinni og því sækir
félagið um að Hjálmeyri í Reyðarfirði verði endurvakin aftur sem staðsetning fyrir Laxa.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna samkomulag milli Fjarðabyggðar og Laxa Fiskeldis um nýja staðsetningu fiskeldis við Hjálmeyri og leggja fyrir hafnarstjórn og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
Endurbygging/endurnýjun stálþila vegna tæringar
Hafnarstjórn fór yfir skýrsluna og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að láta yfirfara skýrsluna og leggja fyrir hafnarstjórn aftur.
3.
740 Naustahvammur 49 - Framkvæmdaleyfi
Lagður fram póstur Björns Sveinssonar hjá Verkís hf, dagsettur 11. júní 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir sjótökumannvirki vegna vatnsúðakerfis hússins við Naustahvamm 49 á Norðfirði. Sjótökumannvirkið er að hluta til utan lóðar við enda stálþils við suðurstafn hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu dælubrunns innan lóðar. Jafnframt samþykkir nefndin, fyrir sitt leyti, að lagnir og inntaksbrunnur verði staðsettur utan lóðarinnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir staðsetningu á sjótökumannvirkjum fyrir sitt leiti.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu dælubrunns innan lóðar. Jafnframt samþykkir nefndin, fyrir sitt leyti, að lagnir og inntaksbrunnur verði staðsettur utan lóðarinnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir staðsetningu á sjótökumannvirkjum fyrir sitt leiti.
4.
Beiðni um styrk vegna hátíðahalda á sjómannadaginn 2019
Sjómannadagsráð Eskifjarðar óskar eftir 400.000,- styrk til að standa straum af dagskrá Sjómannadagsins á Eskifirði 2019.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Sjómannadagsráð Eskifjarðar og felur hafnastjóra að ganga frá styrkveitingu til sjómannadagsráðs Eskifjarðar í samræmi við fjárhagsáætlun.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Sjómannadagsráð Eskifjarðar og felur hafnastjóra að ganga frá styrkveitingu til sjómannadagsráðs Eskifjarðar í samræmi við fjárhagsáætlun.
5.
Sjávarútvegsráðstefna 7.-8.nóvember 2019
Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 7. og 8. nóvember.
Tilgangurinn með ráðstefnunni er fyrst og fremst að stuðla að farsælli þróun íslensks sjávarútvegs á hlutlausan og uppbyggjandi hátt. Sjávarútvegsráðstefnan stuðlar að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og er vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að greininni.
Fulltrúar hafnastjórnar munu sækja Sjávarútvegsráðstefnuna 7. og 8. nóvember 2019 ásamt hafnarstjóra og sviðstjóra framkvæmdasviðs.
Jafnframt felur hafnarstjórn atvinnu- og þróunarstjóra að kanna með þátttöku hafnarsjóðs á sýningunni Sjávarútvegur 2019 sem verður haldin í Laugardalshöll 25.-27. september 2019.
Tilgangurinn með ráðstefnunni er fyrst og fremst að stuðla að farsælli þróun íslensks sjávarútvegs á hlutlausan og uppbyggjandi hátt. Sjávarútvegsráðstefnan stuðlar að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og er vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að greininni.
Fulltrúar hafnastjórnar munu sækja Sjávarútvegsráðstefnuna 7. og 8. nóvember 2019 ásamt hafnarstjóra og sviðstjóra framkvæmdasviðs.
Jafnframt felur hafnarstjórn atvinnu- og þróunarstjóra að kanna með þátttöku hafnarsjóðs á sýningunni Sjávarútvegur 2019 sem verður haldin í Laugardalshöll 25.-27. september 2019.