Hafnarstjórn
225. fundur
5. júlí 2019
kl.
11:00
-
12:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Efnistaka í Norðfjarðarflóa - Hellisfjörður
Lögð fram drög umhverfisstjóra á tillögu að rannsóknum á seti og lífríki í Norðfjarðarflóa og í Reyðarfirði. Þrjár tillögur settar fram út frá fýsileika svæðanna og kröfum til rannsókna. Hafnarstjórn samþykktir að fara í rannsóknir á þeim stöðum sem fýsileg þykja til efnistöku og felur hafnarstjóra útfærslu málsins.
2.
Framleiðsla Laxa fiskeldis á 3.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 24. maí 2019, þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun um framleiðslu á 3.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði skv. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Lögð fram tillaga umhverfisstjóra, atvinnu- og þróunarstóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að umsögn Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsóknina og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við yfirferð. Umsögninni er vísað til hafnarstjórnar til umfjöllunar og til bæjarráðs. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna breytingar á umsögn í samræmi við umræður á fundinum
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsóknina og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við yfirferð. Umsögninni er vísað til hafnarstjórnar til umfjöllunar og til bæjarráðs. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna breytingar á umsögn í samræmi við umræður á fundinum
3.
Framleiðsluaukning Laxa fiskeldis um 4.000 tonn - Reyðarfirði og Eskifirði - beiðni um umsögn
Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 5. júní 2019, þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun vegna framleiðsluaukningar á 4.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði skv. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Lögð fram tillaga umhverfisstjóra, atvinnu- og þróunarstóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að umsöng Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsóknina og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við yfirferð. Umsögninni er vísað til hafnarstjórnar til umfjöllunar og til bæjarráðs.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna breytingar á umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsóknina og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við yfirferð. Umsögninni er vísað til hafnarstjórnar til umfjöllunar og til bæjarráðs.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna breytingar á umsögn í samræmi við umræður á fundinum.