Hafnarstjórn
226. fundur
26. ágúst 2019
kl.
11:30
-
13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Sjávarútvegssýningin 2019
Sjávarútvegssýningin 2019 verður haldin 25. - 27.september í Laugardalshöll. Fjarðabyggðarhafnir taka þátt í sýningunni. Farið yfir utanumhald og kostnað ásamt þátttöku hafnarstjórnar í sýningunni. Verkefnastjóra hafna falið utanumhald verkefnisins.
2.
Hafnarreglugerð - endurskoðun 2019
Umræða um endurskoðun á hafnarreglugerð fyrir Fjarðabyggðarhafnir. M.a. þarf að huga að breytingu á skilgreindum mörkum hafnarsvæða, sbr. lið 1.2. - Takmörk á sjó - í núverandi reglugerð. Hafnarstjórn samþykkir að breyta mörkum hafnarsvæða og felur hafnarstjóra að vinna að breytingunum og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
3.
Neistaflug styrkur - 2019
Beiðni um styrk frá hafnarsjóði vegna framkvæmdar á bæjarhátíðinni Neistaflugi Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir að veita 250.000 kr styrk.
4.
Styrkumsókn - útsæði
Beiðni um styrk frá hafnarsjóði vegna framkvæmdar á bæjarhátíðinni Útsæði Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að veita 250.000 kr styrk.