Fara í efni

Hafnarstjórn

228. fundur
1. október 2019 kl. 11:30 - 13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Kristinn Grétar Rögnvarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Innviðagreining Fjarðabyggð 2019
Málsnúmer 1904053
Hafnarstjórn telur tilboð Austurbrúar betur fallið að þeim kröfum sem settar voru fram.
Atvinnu- og þróunarstjóra í samstarfi við bæjarstjóra falið að ganga til saminga við Austurbrú og falið utanumhald verkefnisins.
2.
Beiðni um styrk vegna Hernámsdagsins 2020
Málsnúmer 1909078
Beiðni um 250.000 kr styrk frá hafnarsjóði til eflingar Hernámsdagsins árið 2020 á Reyðarfirði.
Hafnarstjóra falið að ræða við umsækjanda.
3.
Olíutankur Skeljungs við Hafnargötu Eskifirði
Málsnúmer 1909056
Umsögn HAUST vegna olíugeymis við Eskifjarðarhöfn er lögð fram. Verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að vinna málið og leggja það fyrir að nýju.
4.
Klappir PortMaster hugbúnaður fyrir hafnir
Málsnúmer 1909148
Hafnasamband Íslands hefur gert rammasamning við Klappir Grænar Lausnir hf. um hugbúnaðarlausnir Klappa. Nokkrar hafnir hafa þegar skrifað undir samning um að taka upp hugbúnaðarlausnina Klappir PortMaster. Tekið fyrir hvort Fjarðabyggðarhafnir skuli skrifa undir slíkan samning.
Verkefnastjóra hafna falið að skoða samninginn og hvernig hann fellur að starfsemi Fjarðabyggðarhafna og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
Umsögn vegna endurnýjunar hafnsögumannsskírteinis
Málsnúmer 1909084
Umsögn vegna endurnýjunar hafnsöguskírteinis Þórðar Sveinssonar sem mun sinna afleysingum á hafnsögubát Fjarðabyggðarhafna lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir umsögnina.
6.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - stækkun
Málsnúmer 1704061
Lagt fram til kynningar minnisblað um mismunandi kosti varðandi hafnarframkvæmdir á Stöðvarfirði.
Verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020
Málsnúmer 1904137
Fjárfestingaráætlun og launaáætlun ársins 2020 lögð fyrir. Hafnarstjórn fór yfir og ræddi áætlanir og verkefnastjóra hafna falið að vinna áfram í fjárhagsáætlun í samræmi við umræður á fundinum.