Fara í efni

Hafnarstjórn

229. fundur
14. október 2019 kl. 08:30 - 10:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Kristinn Grétar Rögnvarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Beiðni um styrk til endurbóta á bryggju
Málsnúmer 1910044
Gullþúfa ehf., eigandi sjóhúss að Strandgötu 19 í Neskaupstað, óskar eftir styrk úr hafnarsjóði til endurbóta og styrkingar á bryggjunni við sjóhúsið. Hafnarstjórn samþykkir að koma að málinu í gegnum reglur um endurgerð gamalla bryggja og felur hafnarstjóra að vinna málið og leggja fyrir að nýju.
2.
Nýtt leiðarkerfi Eimskips
Málsnúmer 1910072
Rúnar Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Lögð fram sem trúnaðarmál kynning Eimskips á nýju leiðarkerfi. Verkefnastjóra hafna falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
3.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - stækkun
Málsnúmer 1704061
Farið yfir ýmsar tillögur Stöðvarfjarðarhafnar eftir umræður á síðasta fundi og samtöl við starfmann hafnarsjóðs á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir að fara í útfærslu Guðmundar Guðlaugssonar á viðlegukanti og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs jafnframt að fara yfir frekari tillögur að framtíð Stöðvarfjarðarhafnar.
4.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 1909177
Hafnarstjórn samþykkir að fela verkefnastjóra hafna að fara frekar yfir forsendur gjaldskrár og leggja fyrir að nýju.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019
Málsnúmer 1901001
Fundargerð Hafnasambands Íslands frá 26.september 2019 lögð fram til kynningar.
6.
Verkefni hafnarsjóðs
Málsnúmer 1908100
Lagt fram til kynningar minnisblað um heimsókn til Akureyrarhafnar og Faxaflóahafna og rætt efni þess.
7.
730 Mjóeyrarhöfn - umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Málsnúmer 1710105
Rúnar Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 221 (3.12.2018) - 730 Mjóeyrarhöfn - umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf fh. Eimskips, dagsett 21. nóvember 2018, þar sem sótt er um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu Eimskips í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endur útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða, en óskar eftir að hafnarstjórn noti árið til að skipuleggja í samráði við hagsmunaraðila á svæðinu framtíðarlausn að aðstöðu fyrir starfsmenn á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn, hvort sem um er að ræða verktaka eða starfsmenn hafnarinnar.
Hafnarstjórn telur að rétt sé að taka afstöðu til erindis ESU þegar niðurstöður viðræðna við Eimskip um breytingar á leiðarkerfi og umfangs starfsemi þess liggur fyrir. Því frestar hafnarstjórn að taka afstöðu til þess nú.
8.
Endurbygging/endurnýjun stálþila vegna tæringar
Málsnúmer 1710016
Lagt fram til kynningar minnisblað EFLU um ástand stálþila með viðaukum. Hafnarstjórn samþykkir að fara eftir forgangsröð í minnisblaði og fyrst verður horft til hafskipakants á Eskifirði. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að skoða forsendur og leggja fyrir nefndina að nýju.