Hafnarstjórn
230. fundur
28. október 2019
kl.
11:30
-
13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Kristinn Grétar Rögnvarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020
Hafnarstjórn fór yfir fjárfestingaráætlun ársins 2020 og samþykkir að senda hana til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
2.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020
Hafnarstjórn fór yfir breytingar á gjaldskrá, samþykkir þær og gjaldskrána í heild en um er að ræða verðlagsbreytingar að mestu. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna frágang hennar. Gjaldskrá vísað til bæjarstjórnar.
3.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019
Fundargerð Hafnasambands Íslands frá 18. október 2019 lögð fram til kynningar.
4.
Klappir PortMaster hugbúnaður fyrir hafnir
Verkefnastjóri hafna hefur skoðað með upptöku PortMaster og leggur til að hugbúnaðurinn verði tekinn upp við Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn staðfestir þá tillögu verkefnastjóra.
5.
Strandbúnaður 2020, 19.-20.mars á Grand Hótel
Strandbúnaður 2020 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík 19.-20.mars. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
6.
Laxar Fiskeldi ehf ný hafnaraðstaða
Erindi frá Löxum Fiskeldi ehf. er varðar hafnaraðstöðu við norðanverðan Reyðarfjörð. Hafnarstjórn samþykkir að fá Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóra Laxa á næsta fund stjórnarinnar.