Hafnarstjórn
232. fundur
25. nóvember 2019
kl.
11:30
-
13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Erindi varðandi Breiðdalsvíkurhöfn
Lagt fyrir erindi frá Elís Pétri Elíssyni varðandi höfnina á Breiðdalsvík. Hafnarstjórn þakkar bréfritara fyrir erindið og mun taka það til frekari skoðunar í vinnu sinni.
2.
Endurnýjun dráttarbáts
Endurnýjunar er þörf á dráttarbáti Fjarðabyggðarhafna til framtíðar litið. Hafnarstjórn er sammála um að hefja skoðun og þarfagreiningu á nýjum slíkum báti. Verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að halda utan um þá vinnu.
3.
Hafnarkantur við nýja netaverkstæðið að Naustahvammi 9
Lagt fyrir erindi frá Hampiðjunni Ísland ehf. varðandi hafnarkantinn við netagerðina á Norðfirði. Hafnarstjóra og starfsmönnum falið að ræða við bréfritara um útfærslur og frekari skoðun á málinu.
4.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsögnina og felur hafnarstjóra að senda hana.
5.
Listi yfir undanþágu frá Hafnsöguréttindum
Fram hafa komið athugasemdir vegna undanþágu frá lóðsskyldu. Hafnarstjóra falið að ræða við skipafélög vegna málsins og leggja fyrir að nýju.
6.
Veðurstöðvar á Fjarðabyggðarhöfnum
Framlagðar upplýsingar um veðurstöðvar. Tekið fyrir á næsta fundi.
7.
Seatrade Cruise Global sýningin í Miami 2020
Erindi frá Cruise Iceland vegna sýningarinnar Seatrade Cruise Global í Miami 20-23.apríl 2020 um hvort Fjarðabyggðarhafnir vilji nýta sameiginlegan starfsmann þar. Kostnaður 80.000 kr. Hafnarstjórn samþykkir erindið.
8.
Reglur um endurgerð gamalla bryggja
Framlögð drög að reglum um styrkveitingu vegna viðhalds og endurgerðar gamalla bryggja. Verkefnastjóra hafna falið að gera lítilsháttar breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Hafnarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
9.
Afskráning Stöðvarfjarðarhafnar (ISSTD)
Breyting á skráningu Stöðvarfjarðarhafnar vegna skipa í alþjóðasiglingum. Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá breytingu.
10.
740 Afnotasamingur fyrir Egilsbraut 2
Afnotasamningur milli hafnarstjórnar og Safnastofnunar Fjarðabyggðar vegna Egilsbrautar 2. Áður tekið fyrir á 206.fundi hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra undirritun hans.