Fara í efni

Hafnarstjórn

233. fundur
9. desember 2019 kl. 11:30 - 12:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Kristinn Grétar Rögnvarsson aðalmaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019
Málsnúmer 1901001
Lögð fram til kynningar fundargerð Hafnasambands Íslands frá fundi þann 18.nóvember síðastliðinn
2.
Rannsóknir á setþykkt, kóralþörungum og botndýralífi
Málsnúmer 1909016
Lögð fram gögn úr rannsóknum á fyrirhuguðu efnistökusvæði í Hellisfirði. Taka þarf ákvörðun um hvort fara eigi í frekari rannsóknir á svæðinu. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að ræða við leyfisveitendur um niðurstöður rannsókna og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
3.
Verkefni hafnarsjóðs
Málsnúmer 1908100
Farið yfir fjárfestingaáætlun og fyrirhugaðar framkvæmdir ársins 2020. Framkvæmdasviði falið að vinna áfram tillögur að viðgerð á stálþili hafskipabryggju á Eskifirði og leggja fyrir að nýju. Jafnframt lögð fram skýrsla Eflu yfir valkosti til hafnargerðar hjá Eskju á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að leggja til valkost 2 í skýrslu til frekari vinnslu hjá Skipulagsstofnun.
4.
Viðburðir tengdir komu skemmtiferðaskipa 2019
Málsnúmer 1902068
Lagt fram til kynningar minnisblað um mat á viðburðum tengdum komum skemmtiferðaskipa 2019. Hafnarstjórn vísar minnisblaði til frekari vinnu við komu skemmtiferðaskipa til Fjarðabyggðar.
5.
Umsókn um framkvæmdaleyfi lagnaleiðar milli fiskiðjuvers og fiskimjölsverksmiðju
Málsnúmer 1912047
Umsókn Síldarvinnslunnar um leyfi til að leggja lagnir milli Fiskiðjuvers og Fiskimjölsverksmiðju SVN í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna lagnaleiðar með skilyrðum sem tekin eru fram í svarbréfi.
6.
Framkvæmdir 2019 - yfirlit frá framkvæmdasviði
Málsnúmer 1902078
Kaup á húsnæði fyrir þjónustumiðstöð og hafnaraðstöðu í Breiðdal að Selnesi 14 og 14b. Hafnarstjórn staðfestir áður samþykkt kaup á Selnesi 14 og 14b.