Fara í efni

Hafnarstjórn

234. fundur
6. janúar 2020 kl. 11:30 - 13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Skyndiúttekt á Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 2001001
Lögð fram sem trúnaðarmál skýrsla vegna skyndiúttektar Samgöngustofu á hafnaraðstöðu á Mjóeyrarhöfn.
2.
730 Mjóeyrarhöfn - Umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Málsnúmer 1912110
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf fh. Eimskips, dagsett 12. desember 2019, þar sem sótt er um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu Eimskips í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umsagnar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stöðuleyfi en felur verkefnastjóra hafna að fara í heildstæða skoðun á aðstöðu á Mjóeyrarhöfn.
3.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019
Málsnúmer 1901001
Lögð fram til kynningar fundargerð Hafnasambands Íslands frá 6.desember 2019.
4.
Strandgata - Gamla bræðsla Mjóeyrarvík
Málsnúmer 2001014
Lagður fram tölvupóstur frá Sævari Guðjónssyni vegna Gömlu bræðslunnar í Mjóeyrarvík. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að fara yfir skráningarmál hússins, ræða við bréfritara um hans hugmyndir og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
5.
Styrkbeiðni 2019 - Sjómannadagsráð Neskaupstaðar
Málsnúmer 1912095
Sjómannadagsráð Neskaupstaðar óskar eftir styrk vegna hátíðarhalda á sjómannadaginn 2019.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Sjómannadagsráð Neskaupstaðar í samræmi við fjárhagsáætlun.