Fara í efni

Hafnarstjórn

235. fundur
20. janúar 2020 kl. 11:30 - 13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Efnistaka í Norðfjarðarflóa - Hellisfjörður
Málsnúmer 1612118
Lögð fram gögn varðandi matsferli fyrirhugaðs efnistökusvæðis í Hellisfirði. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna í samvinnu við Alta að vinna áfram með efnistökusvæði í Hellisfirði í samhengi við heildarefnistöku í Norðfjarðarflóa. Jafnframt er verkefnastjóra hafna falið að leita tilboða í borkjarnatökur vegna efnistökurannsókna í Fjarðabyggð. Einnig er verkefnastjóra falið að meta þörf fyrir efnistöku vegna hafnarframkvæmda í Fjarðabyggð næstu fimm árin og efnistökumöguleika þeim tengdum á landi og leggja fyrir hafnarstjórn.
2.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Farið yfir stöðu endurskoðunar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að leitað verði eftir ábendingum frá öðrum nefndum í stjórnkerfi Fjarðabyggðar um viðfangsefni sem ástæða væri til að skoða við gerð lýsingar aðalskipulagsins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leitað verði eftir afstöðu bæjarráðs, fræðslunefndar, félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, menningar- og nýsköpunarnefndar og hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að taka saman drög að ábendingum frá hafnarstjórn til lýsingar aðalskipulags. Jafnframt óskar hafnarstjórn eftir því að sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs komi á næsta fund hafnarstjórnar til samráðs.
3.
Breyting á nafni Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2001136
Lögð fram tillaga að breytingu á nafni Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar þannig að notað verði nafnið Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn samþykkir breytingu.
4.
Umsókn um girðingu á geymslusvæði Laxa Fiskeldis
Málsnúmer 2001070
Lögð fram umsókn Laxa Fiskeldis um að reisa girðingu til að afmarka athafnasvæði Laxa Fiskeldis ehf á Eskifirði. Hafnarstjórn heimilar Löxum að girða af svæði sitt í samráði við verkefnastjóra hafna og henni falið að ræða við bréfritara.